Saga - 1965, Blaðsíða 62
60
BJÖRN ÞORSTEINSSON
dorinn ‘fantasíu’ Cabots og selur ekki dýrar en hann
keypti. Aðalheimildamenn hans um landfundina 1497
munu hafa verið John Cabot og Hinrik VII, en hann segist
hafa rætt um landafundina nokkrum sinnum við konung.
Nokkrum mánuðum áður ritar John Day spænskum að-
alsmanni, sennilega Kristófer Kólumbusi, ýtarlegt bréf
um leiðangur Cabots og löndin, sem hann fann. Þar segir
hann, að það sé álitið öruggt, að menn frá Bristol hafi
fundið og uppgötvað þessi lönd í gamla daga (‘en otros
tiempos’), „en þeir fundu Brazil, eins og yðar tign er
fullkunnugt. Það var nefnt Brazil-eyja, og það er álitið
og því trúað, að það sé meginlandið, sem Bristolmenn
fundu“. — Hér virðist John Day ekki vera að ljósta upp
neinu leyndarmáli, heldur er hann að greina frá almæltum
tíðindum á Englandi. Þar er það talið öruggt, að Englend-
ingar hafi fundið löndin handan hafsins á undan John
Cabot og Kólumbusi, og um það er hinum spænska höfð-
ingja fullkunnugt. Enginn hefur gerzt svo djarfur, að ve-
fengja frásögn Day’s, enda hefur hann ekki búið hana til,
af því að Kólumbusi er jafnvel kunnugt um hana. Við
vitum fátt um það, sem þeim de Ayala, Cabot og Hinriki
VII hefur farið á milli. Það mun þó allöruggt, að hinn
spænski erindreki hefur vitað meira um landafundi
Bristolmanna en hann lætur uppi í bréfi sínu. Stöðu sinn-
ar vegna getur hann a. m. k. ekki bréflega fullyrt við
þau Ferdinand og ísabellu, að Englendingar hafi fundið
lönd handan Atlantshafsins á undan Kólumbusi; — hann
gefur í skyn, að þeir hafi siglt vestur um haf fyrir 1492, en
lengra getur hann ekki gengið. I viðræðum við konung
segist Ayala trúa því, að Spánverjar hafi (fyrstir manna)
fundið löndin, sem Cabot kannaði 1497, en Hinrik VII
hafnar þeirri fullyrðingu algjörlega. Þegar hér er komið,
hefur konungi verið fullkunnugt um landkönnunarferðir
þegna sinna, en fulltrúum spænsku ríkisstjórnarinnar var
ekkert gefið um landafundi handan Atlantshafs fyrir 1492.
Cabot kom aldrei úr för sinni 1498, og Englendingar stofn-