Saga - 1965, Blaðsíða 70
68
BJÖRN ÞORSTEINSSON
þeir meginhluta þess fiskmetis, sem þeir þörfnuðust. Þess
sjást merki í tollaskýrslum borgarinnar, að Islandsför frá
Bristol hafa komið við á Irlandi á heimleið og bætt þar við
afla sinn, ef þau fluttu ekki fullfermi héðan að norðan.
Þótt Islandsferðir hafi gefið talsvert í aðra hönd, þegar
allt lék í lyndi, þá höfðu Englendingar einnig orðið fyrir
skakkaföllum hér úti, og samneyti þeirra við Hansakaup-
menn hefur ekki batnað eftir Hafnarf jarðarævintýrið 1486;
a. m. k. höfðu Hansamenn ekki gleymt því 46 árumsíðar (D.
I. XVI, nr. 219, 294). Englendingar hafa eflaust verið allra
sæfara kunnugastir landaskipan við Norður-Atlantshaf á
15. öld, því að þar höfðu þeir siglt þúsundum skipa. Við
Bristolmönnum blasti opið haf á leiðinni milli írlands og
Islands tengt alls konar sögnum um lönd og eyjar. Portú-
galar trúðu, að mikið land lægi norðvestur af Azoréyjum.
Kólumbusi var sagt, að skip frá Fayal hefði reynt að sigla
þangað 1452, en hreppti mótvindi og hleypti undan í stefnu
á Cape Clear á írlandi. Þar komu þeir á svo kyrrt haf í
vestanofsanum, að þeir ályktuðu, að þar hlyti að liggja
óþekkt land. Gamall sjómaður á einnig að hafa sagt Kól-
umbusi, að hann hefði eitt sinn á leið til Irlands séð til
lands vestur í hafi, og áleit hann og aðrir, að það væri
skagi, sem gengi til austurs af löndum Tartara. Um 140
mílur undan strönd írlands liggja Porcupine-miðin. Þar
er allmiklu grynnra en á hafinu í kring og breytt sjólag.
Af því hafa sæfarar getað ályktað, að þar væri skammt
til landa. Fólk á vesturströnd Irlands trúði því einnig, að
þar lægi land vestur í hafi.1) Þótt Bristolmenn geri út
1) "The map-makers Brasil may have arisen from reports of the
Porcupine Bank, a shallow area some 140 miles out in the Atlantic.
Shoal depths alter the appearance of the sea and would be noted by
ship-masters, who would have taken soundings and embodied them
in the rutters. Hence the cartographers may have concluded that
some land must be near, and their Isle of Brasil could have been the
result. The coast dwellers of western Ireland shared the belief, which
continued into the nineteenth century; although by that time it had
become mythical rather than rational, as evidenced by its elaboration