Saga - 1965, Blaðsíða 132
130 EINAR BJARNASON
mínura, og öllum þeim peningum föstum og lausum, sem
ég eigur þar sjálfur milli Þjórsár og Markarfljóts. Skal
hann taka alla ávöxtu og innrentur af öllum þessum fyrr
sögðum peningum sér til eignar, en fá mér aftur gózin
jafngóð, sem hann meðtekur, og gjaldi Erlendi Narfasyni
þau fimmtán hundruð, sem af Teigspeningum eiga að
lúkast og ég er honum skuldugur. Skal hann heimta allar
mínar skuldir og að sér taka, þar sem hann kann að fá,
og kvittan gefa mega þeim, sem honum lúka vel og reiðu-
lega, að öllu jafnfullu sem ég sjálfur. Svo ei síður skipar
ég honum til þjónustu alla þá arbeiðismenn, konur og karla,
sem ég hef ráðið á Breiðabólsstað og Teigi og mínir ráðs-
menn fyrir mig, og skal hann þessum umboðum halda til
næstu fardaga eftirkomandi."1)
Brandur var fyrir nokkrum árum setztur að á Hofi
á Höfðaströnd, hefur þegar verið kvæntur, er hér var
komið sögu, en er gripinn til þess að taka við umfangs-
miklu umboði, og auðvitað var mikið í húfi fyrir síra Jón,
að vel væri á því haldið.
Ef síra Jón hefði átt efnilegan son, hefði hann án efa
verið hinn fyrsti, er til greina kom til viðtöku slíks um-
boðs, og sá, sem helzt var fáanlegur til að taka sig upp
úr öðrum landsfjórðungi, frá búi sínu, til þess að taka
hið tímabundna umboð að sér í fjarlægu héraði. Þessi um-
boðsgjöf og meðtaka hennar af hendi Brands er því mjög
eindregin bending til þess, að Brandur hafi verið sonur
síra Jóns. Að það er ekki berum orðum sagt í umboðs-
bréfinu, að Brandur sé sonur síra Jóns, svo sem síra Jón
nefnir Erlend Narfason „frænda sinn“, veitir enga heim-
ild til að álykta hið gagnstæða, með því að ef Brandur
var sonur síra Jóns, var það eflaust öllum viðkomandi
löngu kunnugt og ástæðulaust að nefna það. Nú kann
einhver að bera brigður á það, að Brandur sá, sem síra
Jón fær umboðið yfir Breiðabólsstað sé sami maður sem
1) D. I. IV, bls. 585—86.