Saga - 1965, Blaðsíða 135
FAÐERNI BRANDS LÖGMANNS
133
ar, en engin ákveðin heimild er fyrir því, hver móðir
hans var. Ef hún var dóttir Brands lögmanns, hefðu
þau verið að 3. og 4. að frændsemi Jón lögréttumaður
Skúlason og Ingibjörg Sigurðardóttir Finnbogasonar lög-
manns, ef Finnbogi var bróðir Brands, og hefðu þau þá
ekki mátt eigast, en, sem sagt, heimildin um það, að Guð-
rún Brandsdóttir hafi verið fylgikona síra Guðmundar er
haldlaUs og engar líkur eru til þess, að Guðrún dóttir
Brands lögmanns hafi verið til.
Tilgáta Árna Magnússonar um það, að Brandur hafi
verið sonur Jóns Arnfinnssonar, sem hann vill láta vera
son Arnfinns hirðstjóra Þorsteinssonar, stenzt ekki, þeg-
ar af þeirri ástæðu, að þá hefðu þau hjónin Amfinnur
Jónsson, dóttursonur Arnfinns Þorsteinssonar, og Guðný
Steinsdóttir Brandssonar lögmanns verið að 3. og 4. að
frændsemi og ekki mátt eigast. Ættfærslan á Brandi í
Tímariti Jóns Péturssonar, 3. b., bls. 52, er því ekki rétt.
Svo sem að framan er sýnt, gat síra Jón Pálsson vel verið
faðir Brands tímans vegna, og því er fallin forsenda dr.
Hannesar Þorsteinssonar fyrir því, að þeir hafi ekki verið
bræður Brandur og Finnbogi. Vitneskjan, sem fram kom í
fyrmefndri ritgerð Björns Þorsteinssonar, um það, að
síra Jón Pálsson hefði verið ráðsmaður á Hólum þegar
árið 1420 og að hann gæti vel hafa verið síra Jón Maríu-
skáld, breytir forsendunum fyrir ályktunum dr. Hannes-
ar og Steins dofra um það, að síra Jón hljóti að vera
fæddur síðar en um 1385, eins og þeir virðast telja. Til-
&áta Steins dofra um það, að Brandur hafi verið sonur
Jóns Ketilssonar, er einnig byggð á mörgum getgátum
°g veikum líkum, og þótt ekki verði um hana sagt, að
bún geti ekki staðizt, er gildi hennar lítið.
Til er bréfsuppkast, prentað í V. b. fornbréfasafnsins,
bls. 614—615, dagsett 13. júní 1471. Af efni þess má ráða
Það, að Sveinn biskup Pétursson í Skálholti hafi átt í
utistöðum við síra Jón Pálsson, og riti embættisbróður
sínum, ölafi Rögnvaldssyni biskupi á Hólum, um það mál.