Saga - 1965, Blaðsíða 82
80
BJÖRN SIGFOSSON
unni Swits, nú Schwyz, gáfu menn seinna eiðbræðrum
nafnið Switzer eða Schweizer, „Svissar"; á næstu öld fór
land allt að nefnast Schweiz, en önnur stafsetning varð á
nafni kantónunnar.
Það var 1291, sem skógóttu, torfæru dalahéruðin Uri,
Swits og Unterwalden mynduðu vamarbandalag og létu
skrá samning sinn á latínu. Hann verður þýddur á eftir.
Af samningnum verður ekki séð, nema lesa milli lína, gegn
hverjum þurfti að gera það bandalag, en tekið er fram, að
þess þurfi á „þessum viðsjálstímum“. Svissneskir greifar
af Kyburg höfðu ráðið afarmiklum jarðeignum og lénum,
staðið í erjum við bændur. En er ættin dó út, erfði hana
tilþrifameira greifakyn, sem hafði flutzt árið 1020 frá
Elsass í landvinningaskyni og byggt sér Habichtsburg
(— Hauksborg) við skipgengu ána Aare 28 km vestur af
Ziirich. Habichtsburg styttist við oftíða notkun í munni
næstu aldir og varð Habsburg, en ætt hennar Habsborg-
arar, sem álfan átti eftir að kynnast til 1918. 1135 urðu
þeir landgreifar keisarans í Miðsviss, en auk Kyborgar-
léna eignaðist Rudolf af Habsburg á 18. öld Austurríki,
Steiermark og Krain; niðjar hans urðu öflugir hertogar
af þeim völdum einum, og þeir bættu sífellt við. Sjálfur sat
Rudolf af Habsburg kjörinn keisari frá 1275 til dauða
1291. Hann var hófsamur drottnari og friðaði lönd. 1 Sviss
var metið mikils, að hann reyndi að sneyða völd Búrgunda-
greifa, frönskumælandi, sem svæla vildu þar byggðir undir
sig. Að Rúdolfi keisara látnum hræddust menn ágengni af
syni hans og kusu að veita hverju öðru keisaraefni fylgi i
von um, að þá tækist að lækka landsdrottinshroka Habs-
borgaranna. Þetta mátti ekki segja beint 1 samningnum,
þá hefði hann verið opinbert landráðaskjal. En hraðinn,
sem þótti þurfa 1291 á samningsgerð, þegar dauði Rúdolfs
fréttist, segir sitt um óttann við Austurríki. í þetta sinn
og við hvert keisarakjör á 14. öld nutu Eiðbræður þeirrar
heppni, að Habsborgurum tókst eigi enn að staðnæmast i