Saga - 1965, Blaðsíða 31
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR
29
Síðunni eða nokkru utar en Ríkarður lagði að landi. Mann-
björg varð. Þegar kona Gísla frétti, að fyrri maður henn-
ar væri á lífi og orðinn landfastur á Islandi eftir mikil
ævintýr, hraðaði hún sér á fund hans, og tók hann henni
með blíðskap að sögn annála. Þessir atburðir hafa senni-
lega gerzt nokkru eftir að Ríkarður kemur til landsins.
Líklegt er, að hann hafi áð að Mörk hjá Gísla bónda og
fengið þar fylgd út yfir Markarfljót.1) Hafi Snorri komið
út, áður en Ríkarður lét úr höfn til Englands um sumarið,
þá hefur hann eflaust frétt um hin miklu ævintýr íslenzku
sæfaranna, því að fátt hefur þótt meiri tíðindum sæta í
þann tíð. Sagnir um Grænlandshrakningana hafa orðið
víðfrægar á íslandi á næstu árum og alkunnar meðal
þeirra sæfara, sem hingað sigldu.
Um þessar mundir er biskupslaust í Skálholti, svo að
óvíst er, hvaða fyrirmenn Ríkarður hefur hitt á staðnum,
en honum virðist hvarvetna vel tekið. Hann taldi sig hafa
leyfisbréf frá Noregskonungi til siglinga og verzlunar í
ríki hans. Þau bréf lagði hann fyrir hirðstjórann, Vigfús
ívarsson Hólm, sem gegnt hafði embætti í 23 ár. Hann
var af íslenzkri höfðingjaætt, kvæntur norskri konu og
hefur sennilega verið í förum á yngri árum.2) Ef Ríkarði
hefur leikið hugur á að fræðast um siglingar Islendinga
°g Norðmanna, kaupsiglinguna til landsins, landaskipan
við norðanvert Atlantshaf og fornar sagnir, þá hefur hirð-
stjóra verið margt kunnugt um þau efni. Þá hefur hann
einnig þekkt verzlunarlöggjöf norska ríkisins öðrum betur,
en samkvæmt henni höfðu Björgvinjarkaupmenn einka-
i'ett á verzlun við skattlöndin, en útlendingum bannaðar
ahar ferðir þangað. Hann hefur e. t. v. einnig skýrt fyrir
skipstjóra, hver skattlöndin voru. Því miður fara fáar sög-
Ur af viðræðum þeirra hirðstjóra, en Ríkarður vinnur hon-
Uln trúnaðareiða og fær leyfi til verzlunar á Eyrarbakka.
X) Annálar 1400—1800 I, Rvlk 1922—27, 14, 16, 19.
2> Annálar 1400—1800 I, 18; — Safn til s. Isl. II, 637.