Saga - 1965, Blaðsíða 87
ÚR FRELSISSÖGU SVISS 85
og af því hófst þar tímabil örrar borgarmyndunar, eins og
víðar.
Hið þýzka fólk var ekki fornt í landinu. Helvetar höfðu
snemma týnt gallískri tungu sinni. Rómanskt mál ríkti
því framan af miðöldum. Um sama leyti og Island var
numið, hefst hið þýzka innstreymi í flesta dalina, m. a.
í Swits, Uri og Unterwalden. Voru síðan mjög ruddir
skógar, og byggðin þéttist upp til efstu marka kornrækt-
ar. Fram til 1300 var þýzkan stöðugt að breiðast út á
kostnað velskrar (latínskrar) tungu, og landnemar norð-
an að seytluðu suður byggðir, eða þeir komu um fjallveg,
hreiðruðu sig í afdölum rétt ofan við bústaði hinna velsku
og dreifðust næstu mannsaldra þaðan um allan dal. Fáar
sögur eru um vopnaárekstra.
Þó íbúar hvers héraðs gættu friðar vonum betur sín í
milli, ólíkt skár en t. d. blóðhefndagjarnar ættir ítalskra
borgríkja á sama tíma, varð blendingsþjóð þessi herská
út á við, gegn velskum löndum, og stundum varð styrjöld
milli grannhéraða. Útrás, sem vígahugur fékk í málaliðs-
þjónustu erlendis, mun hafa gert menn óáleitnari heima;
þó var Sturlungaöld á Islandi óblóðugri en sami tími var í
Sviss. Lengi vel og fram eftir krossferðatímum voru það
efnalitlir menn, sem festu þýzku byggðina í Ölpum, og
furðumargir komu af því, að þeir höfðu átt sökótt í heima-
högum við landsdrottin eða valdsmann, eigi síður en nor-
rænir menn við jarla Haralds hárfagra. Allt til 1500 bar
talsvert á því, að sakamenn leituðu frelsis í fjöllin í suðri.
Jók það nokkru við beyg, sem sveinar lénsmanna og greifar
sjálfir höfðu af dalbyggjum og hugðu þá samvizkulausa
uppreisnarmenn. Slíkt óorð þrýsti auðvitað dalbyggjum
saman til varnar sér. Þeim fór einnig að skiljast, að frelsi
er vart hægt að vernda nema með samtökum. Aðalsættir,
sumar innfluttar, sumar stöðugt búsettar fjær, höfðu fyrir
uianna minni svælt undir sig eignarrétt mestallra jarð-
eigna og léna, nema klaustur höfðu talsvert af jörðum. Án
samtaka var ekki heldur hægt að halda í skefjum frekju