Saga - 1965, Blaðsíða 41
ÍSLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR
39
vegna leikur úthafið ekki um takmörk jarðar undir póln-
um eins og allir fornir höfundar hafa fullyrt. Af þessum
sökum fór hinn tigni enski riddari, John Mandevil ekki
með ósannindi, þegar hann sagðist hafa siglt frá Kína
(Seres lndie) til norskrar eyjar“ (F. Nansen: I. N. M.
270—71).
Fræðimenn eru á einu máli um það, að Karelar Clavusar
séu Eskimóar. Hér er ekki vettvangur til þess að rekja
fróðleik hans um Grænland öllu frekar. Hann segir þá
merkilegu sögu, að skinnbátar Pigmea hangi uppi í dóm-
kirkjunni í Niðarósi; talar um „parva navis de coreo“ og
„longa navis de coreo“ eða litla skinnbáta og langa skinn-
báta. Hér er sennilega um kajaka og umijaka Eskimóa að
ræða, en Olaus Magnus segir í byrjun 16. aldar, að hann
hafi séð skinnbát í norskri kirkju (Oslo). Þessum sýn-
ingargripum hafa eflaust verið tengdar kunnar sagnir, sem
kirkjugestir einnig af framandi löndum hafa heyrt.
Um útbreiðslu landabréfa Clavusar er það helzt að
segja, að hann á að hafa dregið kort af gjörvallri Dan-
mörku (þ. e. danska ríkinu) að hvötum Danakonungs, sem
var Eiríkur af Pommern.1) Ef Eirík hefur fýst eftir
pílagrímsför sína til Landsins helga 1424—25 að eiga
landabréf yfir ríki sitt, þá er líklegt, að það hafi verið
^agt fram við samningagerðir við fulltrúa Englendinga,
begar fjallað var um bannsvæði ríkisins. Hitt er þó enn
athyglisverðara, að árið 1439 er síðari gerðin af landa-
hréfi Clavusar talin komin í hendur ítalska læknisins og
kortagerðarmannsins, Paolos Toscanellis, en hann dró síð-
ar landabréfin, sem vísuðu landkönnuðum leiðina yfir haf-
^ til landa 1 vesturheimi, og átti skipti bæði við Kólumbus
°S Alphonso V konung í Portugal.2) 1 skýringartexta stað-
A. A. Björnbo: Meddelelser om Grönland, XLVII, Kh. 1912, 102;
Fr. Irenicus: Germaniae exegeseos, vol. XII, Hagenau 1518.
» Dana Benett Durand: The Vienna-Klosterneuburg Map Corpus of
e ■pifteenth Century, Leiden 1952, 259; — Encyclop. Britannica 1947,
4' b- 842 (Map).