Saga - 1965, Blaðsíða 136
134
EINAR BJARNASON
Viðureignin við síra Jón Pálsson er samkvæmt uppkast-
inu svo stórbrotin, að tvímælalaust er um þann síra Jón
Pálsson að ræða, sem hér að framan er um fjallað, þótt
í því komi fram ýmiskonar vitneskja um hann, sem ekki
er kunn úr öðrum heimildum, en engin, sem af þeim er
staðfest. Bréfið nefnir Jón Pálsson hvorki „prest" né
„síra“, en segir þó, að hann hafi messað og annað kenni-
mannlegt embætti framið í banni, og er því um prest að
ræða, og hann ekki lítinn fyrir sér.
Þótt bréf þetta sé svo ungt sem frá 1471 og eigi við
þann síra Jón Pálsson, sem hér hefur verið auðkenndur
með viðurnefninu „Maríuskáld", er ekkert í því, sem
bendir til þess, að framangreindar ályktanir um aldur
síra Jóns þurfi að haggast. Bæði er það, að síra Jón
getur vel verið enn á lífi þegar Sveinn biskup skrifar
Ólafi biskupi um mál síra Jóns, og ekkert er í orðalagi
þess, sem mælir á móti því að hann sé að tala um látinn
mann. Bannfæring Sveins biskups hefur væntanlega orð-
ið fyrr en 1471, en ekkert verður um það fullyrt. Bréfs-
uppkastið, sem eflaust er ágæt heimild svo langt sem
það nær, gefur ýmsar verðmætar upplýsingar um sögu
síra Jóns, sem aðrar heimildir nefna ekki, en það hefur
engin áhrif á ályktunina um faðerni Brands lögmanns,
þótt í fljótu bragði mætti ætla, að það fjallaði um mál
yngra manns en þess, sem við dagsetningu þess ætti að
vera meira en hálfníræður ef hann hefði þá verið á lífi.
Niðurstaðan af ofangreindum ályktunum er sú, að
Brandur lögmaður hljóti að hafa verið sonur síra Jóns
Pálssonar Maríuskálds og hálfbróðir Finnboga lögmanns.
Móðir Brands og kona hans eru að svo stöddu algerlega
ókunnar. Frami Brands er auðskilinn, þegar vitneskjan
er fengin um faðerni hans. Síra Jón Pálsson nefnir Erlend
Narfason frænda sinn. Erlendur var sonur Narfa á Kol-
beinsstöðum Vigfússonar Flosasonar, en móðir Narfa, kona
Vigfúsar, hefur að öllum líkindum verið dóttir Einars
sonar Þorláks lögmanns á Kolbeinsstöðum Narfasonar.