Saga - 1965, Blaðsíða 102
100
BJÖRN SIGFÚSSON
Svo ok þeir prestar ok lærðir menn, sem framar ganga
á þegnana ok almúgann en lög standa til, þá dirfist engi
að vinna fyrir þeim, hvorki konur né karlar, ungir né
gamlir. En hver sem það gjörir hér eftir að upplesnu
þessu samtali ok konganna réttarb(ótum), þá sé rétt-
fangaðir utan griðastað(a) af sýslumönnum ok bændum
ok skiptist svo í þjónustu með þeim, sem míns herra
kongsins rétt styðja, ok falli réttlausir, hvað sem þeim er
misboðið, þar til þeir ganga frá þeim, utan hinir vilja
betra sig. En þeir menn, sem nú ganga í þessa vora sam-
þykkt ok lagastyrking ok vilja síðar ganga frá ok skiljast
vort samheldi annað tveggja fyrir ótta ok álögur lær-
dómsins eða fyrir aðrar fortölur ok illvilja, þá sé sá sekr
þrettán mörkum ok útlægr ok taki engan rétt ok engin
mál sæki hann, ok undir sömu grein ok skilyrði sé um þá,
sem ekki vilja hylla ok samþykkja með oss þessa vora
samþykkt.
En hver sá maðr ríkr eða fátækr, sem hann verðr fyrir
nokkrum sóknum óréttligum eða ágangi af kirkjunnar for-
mönnum, sem í þessum samtökum hafa verið eða eru með
oss, þá skulu vér allir greindir menn, hversu sem til er
krafðr, hjálpa honum ok styrkja, et cetera.
/X. Skálholtssamþykkt 20. júlí 1375.
Á þeim áratugum, sem Svisslendingar áttu reiptog og
stundum bardaga við urottna sína, Austurríkishertoga eða
umboðsmenn þeirra í landinu, þurftu hirðstjórar konungs
að fara varlega á Islandi. Einn hinn tilþrifamesti, Smiður
Andrésson, var tekinn af lífi á Grund 1362, og virðist ekki
hafa verið tekið í mál fyrr en loksins 1372, að greiða þyrfti
bætur fyrir hann. En 3 árum eftir það (ef tímasetning
er viss) var samþykkt gerð í Skálholti á fjölsóttasta messu-
degi ársins, 20. júlí, þ. e. Þorláksmessu; messuna sóttu
menn úr öllum fjórðungum biskupsdæmisins. Niðurlag
samþykktar gerir ráð fyrir söfnun hers í einhverjum öðr-