Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 6
Og hverju kenna menn um þennan ófarnað? — Menn kenna bættum verkfærum og vinnu- brögðum um atvinnuleysið. Menn kenna gnægtunum um skortinn. Vegna þess, að fundnar hafa verið upp stórvirkar vélar, verða margir að ganga atvinnulausir og líða nauð. Fyrir það, að mikið er framleitt af lífsþægindum, af vörum, verða margir að ganga alls á mis. Það skortir ekki skýring- ar á þessu öfugstreymi, bæði snjallar og rök- fastar, og þær eru færðar fram í nafni vís- indanna sjálfra, en út úr þeim öllum skín þó vitfirringin, sem að baki býr. Það er ekki að undra, þótt ýmsum verði á að spyrja, hvort öll okkar menning, öll okk- ar vísindi, muni verða til ills eins, hvort hin mikla Gróttakvörn muni mala mönnunum ósköp ein og tortímingu, en ekki auðsæld og frið, svo sem ætlað var. — Svo ber við, að á þessu ári eiga náttúruvísindin merkilegt afmæli, og má kalla, að þau séu 300 ára. Árið 1632 kom út bók suður á Ítalíu eftir mikinn snilling og alkunnan angurgapa þeirra tíma, Galileo Galilei. f þessu riti var haldið fram þeirri fráleitu skoðun, að jörðin snerist um sjálfa sig. Galileo hafði að vísu haldið fram einhverju svipuðu áður, en þá höfðu vitrir menn og góðgjarnir þaggað nið- ur í honum. Nú hafði hann aftur gerzt brot- legur bæði um þetta og annað. Og hin heilaga inqvisition tók í taumana. Hún sýndi þó miskunn að þessu sinni vegna virðingar Gali- leis og grárra hára og gaf honum kost á því að frelsa sig frá bálinu með því að sverja — rangan eið —. Og hann sór, gamli mað- urinn, líklega í því trausti, að jörðin snerist samt, og það gerði hún. Og vísindin tóku að vaxa, Gróttakvörnin að mala, hinir miklu snúðgasteinar að slöngvast, hægt í fyrstu, en síðan hraðar og hraðar, allt til þessa dags. Vísindin hafa veitt okkur vald og þekkingu á jörðu, lofti og sæ. Við heimtum sífellt meira vald, meiri þekkingu, meiri hraða. Og nú horfum við á það, hvernig þekkingin er notuð í þágu tortímingar — til þess að skapa morðvopn en ekki meðul, og valdinu er beitt til þess að fjötra, en ekki leysa, kúga, en ekki frelsa. — Þetta er í mínum augum jafn- óskaplegt atferli og það, er galdramennirnir í sögunum sneru blessunarorðunum upp á djöfulinn, því að ættu ekki vísindin að vinna okkur auðsæld, þekkingin að bægja burtu ótta og sjúkdómum, valdið að veita okkur frið? En nú er þetta að verða okkur slík hefndargjöf sem Vermundi hinum mjóva urðu berserkir þeir, er hann þá af konungi. Við kunnum illa með að fara. Við heimtum meira vald, meiri þekkingu, meiri hraða, en til hvers? Við heimtum, að Grótti gangi, en spyrjum aldrei um það, hver slöngvi þeim snúðgasteinum, hvort þar séu góðar vættir að verki eða illar, og því má svo fara, að okkur þyki fullmalað, áður en lýkur, líkt og Fróða, nema horfið verði að öðru ráði. En skortir okkur ekki vizku með þekkingu, vald yfir valdinu, ef vel á að fara? Og hvar er slík vizka og það vald? Fyrsta veturinn, sem ég var hér við skól- ann, bar svo til, að einn nemandanna, bekkj- arbróðir ykkar, kom að máli við mig. Kvaðst hann ætla að segja sig úr skóla og gerast sjómaður, því að hann væri hneigður fyrir sjó og teldi sér þar vísari von um frama en á hinum svo nefnda menntavegi. Eftir þetta sá ég hann aðeins örfáum sinnum á götu, og í vetur frétti ég, að hann hefði tekið út af skipi suður í hafi. Hér skulum við nema staðar og gefa gaum að tvennu, — fyrst því, hve mjótt er mund- angshófið um allt vort val. Ef þessi piltur hefði ekki kosið sér sjómennsku fremur en skólavist, er líklegast, að hann sæti meðal ykkar nú. Sagt er, að enginn ráði sínum næturstað. Hitt er víst, að furðumörgu í fari okkar ræður hending ein, að því er virð- ist, og oft, er við veljum, kjósum við um líf og dauða án þess að vita af. — Annars skulið þið einhvern tíma í einrúmi setja ykkur í spor þessa félaga ykkar, er hann sér skipið sigla burt og berst aleinn við ískalt djúpið og dauðann. Hvað kemur honum þá helzt að haldi? Skyldi það vera skólalærdóm- ur, vísindi eða hraði? Ætli það sé atvinna, metorð eða innstæða í banka? Myndi hitt ekki líklegra, að þá hafi skotið upp í huga hans líknsömum minningum, sem lítið gætti 4 Skólablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.