Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 45

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 45
vera aðeins í orði, en ekki á borði, nema öll- um sé gefinn kostur á almennri menntun og á því að reyna hæfni sína á því sviði, sem er vísasti vegurinn til allra opinberra trún- aðarstarfa, en það er námið. Þó er ég ekki þar með að segja, að það tryggi fullt jafn- rétti á öllum sviðum. Aðeins sá, sem þekkir umhverfi sitt og aðstæður, getur haft vald á þeim. Því aðeins getur almenningur haft full not sinna þjóð- félagslegu réttinda og lifað menningarlífi, að hann sé sæmilega upplýstur um umhverfi sitt, land, sögu, mál, menningu og þjóðfélags- byggingu. Almennri menntun er einnig ætl- að það hlutverk að sporna á móti mai'gra ára ógæfugöngu fjölda unglinga, sem hefst oft- lega strax eftir barnaskólann, í árangurs- lausri leit að sönnum verðmætum í drykkju- knæpum, kvikmyndahúsum og á „rúntin- um“. Hverjum manni er þörf á almennri mennt- un, og sú þörf hefur að nokkru leyti verið viðurkennd af stjórnarvöldunum. En fram- kvæmdir þeirra í þessu máli eru ekki í sam- ræmi við það. Ástand skólanna í Reykjavík, þar sem aðeins háskólinn hefur viðunanlegt húsnæði, er, hvað útbúnað snertir, hið afleit- asta og langt frá því að fullnægja þeim menningarkröfum, sem gera verður til slíkra skóla, enda má segja, að stöðvunartímabil á sviði skólabygginga hafi verið hér síðustu áratugina. íslendingar eru nú að leggja út í stofnun lýðveldis og samþykkt nýrrar stjórnarskrár. Munu þá ýmsir lagabálkar væntanlega end- urskoðaðir og þar á meðal fræðslulögin. Er það þá eindregin krafa æskunnar, að búið verði sómasamlega að menntastofnunum og að öllum verði gefinn kostur á gagnfræða- menntun. Að öðrum kosti er ekki hægt að ætlast til þess, að hún verði fær um að rækja skyldur sínar við þjóðfélagið, standa æski- legan vörð um hið unga lýðveldi vort og sjálfsstjórn og byggja land vort sem menn- ingarþjóð. Bjarni Bragi Jónsson. III. bekk B. MAGNÚS MAGNÚSSON, 5. R, jorseti Framtiðarinnar, málfundafélags lœrdóms- deildarnema. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, 3. A, formaður Fjölnis, málfundafélags gagnfrœða- deildarnema. Skólablaðið 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.