Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 45
vera aðeins í orði, en ekki á borði, nema öll-
um sé gefinn kostur á almennri menntun og
á því að reyna hæfni sína á því sviði, sem
er vísasti vegurinn til allra opinberra trún-
aðarstarfa, en það er námið. Þó er ég ekki
þar með að segja, að það tryggi fullt jafn-
rétti á öllum sviðum.
Aðeins sá, sem þekkir umhverfi sitt og
aðstæður, getur haft vald á þeim. Því aðeins
getur almenningur haft full not sinna þjóð-
félagslegu réttinda og lifað menningarlífi,
að hann sé sæmilega upplýstur um umhverfi
sitt, land, sögu, mál, menningu og þjóðfélags-
byggingu. Almennri menntun er einnig ætl-
að það hlutverk að sporna á móti mai'gra ára
ógæfugöngu fjölda unglinga, sem hefst oft-
lega strax eftir barnaskólann, í árangurs-
lausri leit að sönnum verðmætum í drykkju-
knæpum, kvikmyndahúsum og á „rúntin-
um“.
Hverjum manni er þörf á almennri mennt-
un, og sú þörf hefur að nokkru leyti verið
viðurkennd af stjórnarvöldunum. En fram-
kvæmdir þeirra í þessu máli eru ekki í sam-
ræmi við það. Ástand skólanna í Reykjavík,
þar sem aðeins háskólinn hefur viðunanlegt
húsnæði, er, hvað útbúnað snertir, hið afleit-
asta og langt frá því að fullnægja þeim
menningarkröfum, sem gera verður til slíkra
skóla, enda má segja, að stöðvunartímabil
á sviði skólabygginga hafi verið hér síðustu
áratugina.
íslendingar eru nú að leggja út í stofnun
lýðveldis og samþykkt nýrrar stjórnarskrár.
Munu þá ýmsir lagabálkar væntanlega end-
urskoðaðir og þar á meðal fræðslulögin. Er
það þá eindregin krafa æskunnar, að búið
verði sómasamlega að menntastofnunum og
að öllum verði gefinn kostur á gagnfræða-
menntun. Að öðrum kosti er ekki hægt að
ætlast til þess, að hún verði fær um að rækja
skyldur sínar við þjóðfélagið, standa æski-
legan vörð um hið unga lýðveldi vort og
sjálfsstjórn og byggja land vort sem menn-
ingarþjóð.
Bjarni Bragi Jónsson.
III. bekk B.
MAGNÚS MAGNÚSSON, 5. R,
jorseti Framtiðarinnar, málfundafélags lœrdóms-
deildarnema.
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, 3. A,
formaður Fjölnis, málfundafélags gagnfrœða-
deildarnema.
Skólablaðið
43