Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1944, Side 19

Skólablaðið - 01.04.1944, Side 19
að byrjað verði á henni strax og frost er úr jörð. Af öðrum nauðsynlegum framkvæmdum, sem hafnar verða, þegar aðstæður leyfa, má nefna bílfæra brú yfir ána, veg heim að sel- inu og íþróttasvæði. Er sem stendur tilfinn- anlegur skortur á slíku svæði. Þegar menn dvelja langdvölum í selinu, er vart um aðra skemmtun að ræða utan húss en ganga á fjöll, og finnst mörgum harla fábreytt að stunda hana dag eftir dag. Einnig er ætlunin að gróðursetja tré við húsið og lagfæra gilið og græða. Allt kostar þetta geysilega vinnu. Hana verða nemendur að leggja fram sjálfir. Það er ekki nóg, að 5. bekkur vinni í viku á hverju vori, því að mikill hluti þess tíma hlýtur að fara til viðhalds á selinu, og þeim mun meiri, sem mannvirkin verða þar fleiri. Með slíku skipulagi tekur það tugi ára, sem gera þarf í náinni framtíð. Nemendur verða sjálfir að ganga hér á undan, því að þeir geta ekki búizt við, að skólayfirvöldin taki upp for- ystuna, ef þeim rennur ekki blóðið til skyld- unnar. Not selsins hafa ekki enn orðið sem skyldi. Ætlunin var, að 3. bekkur dveldist þar að haustinu, en 5. bekkur allt að mánuði á vorin og væri þá unnið að sjálfstæðum rann- sóknum og öðru verklegu námi. Af þessu hef- ur ekki getað orðið og verður sennilega ekki, meðan á styrjöldinni stendur. Einnig væri æskilegt, að selið stæði opið nemendum ein- hvern hluta sumarsins. En til þess að sem bezt not verði að selinu, verðum við nemendur að bindast samtök- um um að bæta það og fegra og skila því fullkomnara til eftirkomenda okkar en það nú er. Við höfum fengið selið sem arf frá fyrirrennurum okkar. Það er okkar eign, og með því að sýna þessari dýrmætu eign hirðu- leysi, bregðumst við skyldunni, sem á okkur hvílir. Látum það aldrei á okkur sann- ast. Skólablaðið 17

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.