Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 5
PÁLMI HANNESSON rektor: KAFLI ÚR RÆÐU 14ér ier á eftir kaíli úr ræðu, er ég flutti við skólauppsögn árið 1932. Þá var hér kreppa í landi nieð atvinnuleysi og fjár- þröng, og ber ræðan merki þess. Nú hafa menn ekki við kreppu að kljást hér, heldur ofurgnægð og þann vanda, sem af henni leiðir, og hefir þetta skipazt á skömmum tíma, svo að mörgum, einkum hinum yngri möunum, virðist stundum gleymast, að tvennir hafi tímarnir orðið. Má því vera, að einhverjum þeirra, er þetta blað lesa, þyki eigi ófróðlegt að kynnast þeim hugfeið- ingum, sem koma fram í þessum ræðustúf. .... Naumast verður sagt, að veröldin taki ykkur opnum örmum, er þið hverfið héð- an á brott. Hvert, sem þið lítið, eru viðsjálar blikur á lofti og allt í óvissu um ykkar eigið ráð. Það er ekki glæsilegt að horfa fram á háskólanám á tímum slíkum sem þessum. Hið næsta er óvissan um afkomu námsár- anna fyrir flestum ykkar, en ef lengra er lit- ið, tvísýnan á því, að þið fáið notið ykkar að náminu loknu. Flestir þeir bekkir, er ykk- ur kann að þykja fýsilegt að skipa, eru setnir og meira en það. Margir eldri stúdent- ar keppa eftir þeim. — Á allar hliðar blasir nú torleiði við og örðugleikar. Hið mikla hall- æri, er vér nefnum kreppu, sverfur æ fast- ar að okkar afskekkta landi og færir oss, fá- kunnandi þjóð, nýjan vanda að höndum með hverjum deginum, sem líður, þrátt fyrir ör- læti og gæzku náttúrunnar. Og með öðrum þjóðum er ekki betur ástatt en hér. í flest- um löndum jarðarinnar liggur kreppan líkt 0g mara á lífi manna og starfi, svo að þróun hinnar vestrænu menningar virðist munu stöðvast, að minnsta kosti um sinn. Og þær þjóðir, sem lengst eru komnar áleiðis um vísindalega þekkingu og verklega kunnáttu, virðast verst farnar. Hvarvetna getur að líta viðsjár, eymd og yfirgang. Á aðra hönd gín við hyldýpi fátæktar, atvinnuleysis og von- lítillar baráttu fyrir frumstæðustu þörfum lífsins, en á hina höndina blasir við hamstola fjármagn «g slíkt yfirtak allsnægta, að eng- um gegnir vel. Á aðra hönd er hatur hins kúgaða, á hina „kjálkagulur hroki .oddborg- arans“, á aðra hönd skortur, á hina óhóf og vellystingar, en allt um kring er ráðleysi og spilling. Um gervallan heiminn hervæðist þjóð gegn þjóð og stétt gegn stétt. Og fyrr en varir getur dregið til ófriðar með þjóð- unum og löndin laugazt blóði borgarastyrj- alda. Skólablaðið 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.