Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 39

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 39
EINAR MAGNÚSSON kennari: Skólahátíðin 1916 Ég var í skóla á heimsstyrjaldarárunum 1914—1918, en þau voru mjög ólík styrjald- arárunum nú. Dýrtíð var mikil, en kaup lágt, og því voru peningaráð skólaæskunnar mjög lítil samanborið við það, sem margir skóla- piltar velta sér nú í. Skemmtanir voru fá- breyttar og fáar, og því voru skemmtanir þær, sem völ var á, meiri hátíðir og meiri viðburðir fyrir okkur, sem þá vorum á ungl- ingsárum, en nú þykir um það, sem meira er í borið. Skemmtiferðalög voru okkur óþekkt, bílar varla til, hestar dýrir, og fáir kunnu að ferð- ast fótgaugandi. Öll tilbreytni var því ævin- týri. Skólaskemmtanir voru að mestu þær sömu og nú, Jólagleðin, Skólaballið og Gagnfræða- deildarskemmtunin, en Framtíðarballið kom seinna til sögunnar. Á skemmtun gagnfræða- deildar fengu engir að koma úr lærdómsdeild og því síður utanskólafólk. En svo var enn ein skemmtun á fyrstu þremur skólaárum mínum, en það var Skóla- hátíðin. Það var gönguferð alls skólans, nem- enda og kennara, út úr bænum á einhvern hæfan stað, þar sem hægt var að fara í leiki og skemmta sér á ýmsan hátt úti, ef veður var gott. Skólinn stóð þá lengur fram eftir vorinu en nú, kennslu var venjulega ekki lokið fyrr en eftir 20. maí, en þá er farið að hlýna í veðri, ef sæmilega vorar. — Einhvern góð- viðrisdag um miðjan maí var Skólahátíðin, og þótti skemmtileg tilbreyting í að vera úti heilan dag í stað þess að sitja yfir bókum í glampandi vorblíðunni. Hér á eftir fer lýs- Einar Magnússon. ing á því, sem fyrir mig kom á Skólahátíð- inni 1916, en þá var ég í 2. bekk. Þetta er orðréttur kafli úr dagbók minni, en í þá daga héldu allir ungir andansmenn dagbók. Lýs- ingin er barnaleg, ég held barnalegri en annarsbekkingar nú myndu skrifa í sínar ^dagbækur. Stíllinn er ekki heldur fágaður, enda var þetta ekki skrifað til að birta á prenti. ,,Á laugardaginn (13. maí) var hin svo- nefnda Skólahátíð. Var fyrst nokkur efi á, hvort við fengjum Skólahátíð þetta ár, en svo lauk, að það varð. Á föstudaginn var aug- lýst, að menn skyldu vera komnir upp í skóla á laugardagsmorgun kl. 9 með nesti og nýja skó. Ég hugsaði mér, að ég skyldi Skólablaðið 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.