Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 17
í dag, — hugsunarháttar, sem á sér þó sjald-
an langan aldur í fari manna, eftir að þeir
hafa sagt skilið við skólann. Þessi hugsun-
arháttur lýsir sér í þeirri skoðun nemenda,
að 1 raun og veru sé skólavistin þeim hið
ægilegasta böl, ófrelsi og áþján, sem skiln-
ingslausir, illviljaðir og andlausir kennarar
baki þeim að mestu leyti.
Þessi hugsunarháttur er í senn broslegur
og óheillavænlegur. Hann er broslegur vegna
þess, að einhvers staðar í hugskoti nemenda
hlýtur að vaka sú vitneskja, að þeir eru í
skólann komnir annaðhvort að eigin ósk eða
þá aðstandenda sinna, sem sumir hafa jafn-
vel lagt á það ofurkapp að hrinda þeim inn
fyrir dyr þessarar stofnunar líkt og kerling-
in skjóðunni með sálinni hans Jóns síns í.
Þeim mun og vera ljóst, að af skólans hálfu
er ekkert gert til að koma í veg fyrir, að þeir
hverfi frá námi, ef þeim er það ógeðfellt.
Óheillavænlegur er þessi hugsunarháttur
vegna þess, að hann dregur úr námfýsi nem-
enda og æskilegum árangri af náminu.
Sennilega er orsök þessa hugsunarháttar
einkum sú, að í skólanum sé of margt nem-
enda, sem þrýst er til náms, en óska þess
ekki sjálfir og kysu heldur að stunda önnur
störf. Frá slíkum nemendum breiðist óánægj-
an út og verður að skoplegum, en óheppileg-
legum tízkukvilla.
Það er skólanum og þjóðfélaginu í senn
hið mesta mein, að hann skuli þurfa að hafa
innan sinna vébanda talsverðan hóp nem-
enda, sem hafa litla löngun eða getu til náms,
einkum þegar þess er gætt, að fjöldi unglinga
víðs vegar um landið horfir vonaraugum til
þessa sama skóla, sem öðrum er troðið inn í,
en á þess engan kost af ýmsum ástæðum að
komast inn fyrir dyr hans.
Ég þykist vita, að flestir betri nemendur
skólans skilji, hve skoplegur og fjarstæður
þessi hugsunarháttur er. Þeirra hlutverk er
að vinna gegn honum, en efla heilbrigðan
hugsunarhátt innan skólans og varðveita all-
ar hollar og virðulegar venjur hans.
Magnús Finnbogason.
SKÓLALÍFIÐ
Framh. af bls. 7.
arar og nemendur starf sitt með morgun-
söng í hátíðasalnum. Hefir sú ráðstöfun vak-
ið mikla ánægju.
Áður fyrr setti skólinn og nemendur hans
mikinn svip á bæinn. Nægir til dæmis um
það að nefna leikkvöld skólapilta, sem ætíð
hafa verið og eru enn vinsæl meðal Reyk-
víkinga, og skólahátíðina 8. apríl, sem fyrir
aldamót var svipmesti dansleikur bæjarins,
— „og vildu þá allar meyjar með skólapilt-
um ganga“.
Og enn í dag setur skólinn svip á bæinn,
þótt ef til vill beri ekki eins mikið á honum
og áður.
í greinarkorni þessu hefi ég drepið lítil-
lega á nokkra þætti skólalífsins. Enn stend-
ur þar margt til bóta. Og á meðan svo er,
ber hverjum nemanda skólans að vinna eftir
mætti að eflingu þess.
Skólablaðið
15