Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 3
SKÓLABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT t MENNTASKÓLANUM í REYKJAVlK 19. ÁRG. 5. TBL. APRÍL 1944 RITSTJÓRI: Geir Hallgrímsson. RITNEFND: Friðrik Sigurbjörnsson. Sigríður Ingimarsdóttir. Stefán Ólafsson. Sveinn Ásgeirsson. ÁBYRGÐARMAÐUR: Magnús Finnbogason, kennari. PRENTSMIÐJAN ODDI H.F. SÁ skóli, sem nú heitir Menntaskólinn í Reykjavík, á sér mikla og merkilega sögu. Kynslóð eftir kynslóð hefur numið í þessari stofnun, fyrst á Hólum og í Skálholti, þegar skólarnir voru tveir, þá á Hóla.völlum í Reykjavík, síðan á Bessastöðum og loks í skóla- húsinu við Lækjargötu, því sama húsi og Menntaskólinn starfar enn í. En með þessu er saga menntaskólans ekki rakin nema að litlu leyti. Við skulum skyggnast aftur í aldirnar, — til þess tíma, er íslenzka þjóðin var hædd og smáð, kúguð og svívirt af erlendu valdi og er eldgos, drepsóttir og alls konar óáran herjuðu á landslýð og drógu úr mönnum bæði mátt og kjark. íslendingar börðust þá í bökkum, og var lengi tvísýnt, hvort þjóðin mundi hljóta líf eða dauða. Á slíkum tíma voru skólarnir sem Ijós í myrkrinu, viti fyrir skip í hafvi\lum. Þeir, sem hlutu fræðslu sína í þessum skól- um, áttu mikinn þátt í því að varðveita það bezta í fari íslendinga í öllum þessum hörm- ungum. Þeir kenndu mönnum að bera virðingu fyrir sjálfum sér, ætt sinni og þjóð. Þeir töluðu kjark í þjóðina, þegar hún þurfti þess mest. Þannig gerðust íslenzku menntamenn- irnir forsvarar og leiðtogar hinna, er lítils eða einskis máttu sín, á erfiðustu tímum, sem gengið hafa yfir þessa þjóð. ÁRIN liðu. Kúguð þjóð er sjaldan svo fast fjötruð, að hún brjóti ekki af sér helsin fyrr eða síðar. Á siðari hluta átjándu aldar og á nítjándu öldinni gengu sterkar frelsisöld- ur um lönd álfunnar. Hingað til íslands kom þessi þjóðerniskennd sem ferskur goluþytur af hafi og vakti beztu menn til umhugsunar um niðurlægingu lands og þjóðar. Nýtt tímabil rann upp í íslenzkri sögu, tímabil sjálfstæðisbaráttunnar. Bessastaða- og síðan Reykjavík- urskólinn skipaði enn höfðingssess þann, er fyrirrennarar þeirra höfðu setið, en við nokkuð önnur skilyrði. Menn, sem numið höfðu í þessum skólum, stóðu fremst í sjálfstæðisbarátt- unni og leiddu hana til sigurs þrátt fyrir torfærur, sem á leiðinni urðu. Sjálfstæðisbaráttunni lauk að mestu leyti 1918, en þá hófst nýtt tímabil, tímabil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.