Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 13
ina og hjartað. „Hvaða hreingerningastarf- semi er nú þetta?“spurði sessunauturinn. „O, mind your own business!“ sagði Helga, og þar með var málið útrætt. — En Óli hélt heimleiðis, fastákveðinn í því að bjóða Helgu í ’bíó þá um kvöldið, það gerði hann líka, og Helga fór þrátt fyrir hengingaráformið. Nokkrum árum síðar sat sr. Jón Jónsson við gluggann á prestsetri sínu og beið eftir því, að andinn kæmi yfir hann, svo að hægt væri að semja sunnudagsprédikunina. En andinn var á öðrum slóðum, og presturinn starði tómlátlega út á auðan þjóðveginn. En allt í einu lifnaði yfir honum. Þarna kom bíllinn læknisins þjótandi. „Alveg kemur hann eins og engill af himnum,“ hugsaði sr. Jón. Læknirinn var sem sé enginn annar en skólabróðir hans og andleg stoð í öllum próf- um, — Palli dúx. Bíllinn renndi í hlaðið, og út úr honum kom læknirinn og tvennt annað, — Ólafur, frændi hans, og ung stúlka með stúdentshúfu. — „Jæja, gamli vinur!“ kall- aði læknirinn í dyrunum. „Hérna kem ég með dálítið handa þér! Þessi skötuhjú hafa feng- ið það innfall að láta pússa sig saman í kyrr- þei hjá pokapresti, og ég fór auðvitað með þau. beint til þín!“ Jóni datt ekki í hug að fyrtast. „Gaman og óvænt æra,“ sagði hann hlæjandi og heilsaði „skötuhjúunum“. — Nokkru síðar var giftingin afstaðin, og brúðhjónin sátu að kvöldverði hjá prests- madddömunni ásamt þeim sr. Jóni og Páli lækni. Samræður voru fjörugar, og tóku þau öll að rifja upp gamlar endurminningar úr menntaskólanum. „Já, krakkar, margt var nú brallað," sagði Páll að aflokinni einni beztu sögunni. „Engan hefi ég þekkt jafn- útsmoginn svindlara og þig, Jón.“ „0-jæja,“ sagði Jón. „Samt man ég nú eftir einu orkan gati í efnafræðiprófi einu sinni, manstu eftir því?“ „Já, lagsmaður, hvort ég man. Þá varstu nú hætt kominn!“ „Já, ég man ennþá eftir því, hvað ég var hræddur um, að kenn- arinn ræki augun í þetta litla af formúlunni, sem ég krassaði á borðið hjá mér.“ „Já, borðin í menntaskólanum hafa ýmislegan fróðleik að geyma,“ sagði Ólafur brúðgumi og leit kankvíslega á Helgu. „Nú skuluð þið bara heyra.“ Síðan sagði hann þeim söguna af listaverkinu á borði Helgu forðum daga. Að sögunni lokinni skellti Páll upp úr og hló hátt og lengi. „Mér finnst þetta nú svo rómantísk saga, að mér dettur ekki í hug að hlæja að henni,“ sagði presturinn. „Þú myndir nú samt hlæja í mínum sporum," sagði Páll. „Það var nefnilega ég, sem teikn- aði hjartað utan um stafina veturinn eftir þetta próf! Ég var í þá daga bálskotinn í stelpu, sem hét Halla Ólafsdóttir.“ — Sigríður Ingimarsdóttir. 6. A. Skólablaðið u
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.