Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 52

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 52
framfaraíús og röggsamur embættismaður. í æsku þótti Skúli ekki eiga lund við alla, var ódæll og torveldur viðureignar, svo að foreldrum hans reyndist erfitt að aga hann. Því var hann sendur, 10 ára gamall, til afa síns, síra Einars að Görðum í Kelduhverfi. Honum reyndist dvölin þar holl og lærdóms- rík. Gamli maðurinn hafði lag á því að tjónka við unga sonarsoninn, kunni að temja skap hans og vann sér virðingu og ást hans. Hef- ur hann sennilega átt mestan þátt í að gera Skúla þann mann, sem úr honum varð, með því að láta hið óstýrláta skap hans fá útrás í hagkvæmum störfum, sem stæltu vilja hans, efldu með honum starfsþol og vinnugleði og beindu lund hans inn á réttar brautir. Árið 1728 drukknaði faðir Skúla, síra Magnús prestur á Húsavík. Heimilinu var þá þröngur kostur búinn, móðirin varð að ala önn fyrir sex börnum, og þrátt fyrir elju hennar og dugnað var búskapurinn erfiður, og um skeið horfði óvænlega um hag ekkj- unnar. Því tók hún þann kost að giftast sr. Þorleifi Skaftasyni í Múla, lærðum og vel metnum presti, sem var talinn talsverðum efnum búinn. Þegar Skúli stálpaðist, fór hann að vinna í búð á Húsavík á sumrin, en þegar afi hans komst að því, að kaupmaður brýndi fyrir starfsmönnum sínum að beita sviksemi í við- skiptum, hvatti hann Skúla til að hverfa af verzlunarbrautinni, en ganga heldur mennta- veginn. Skúli hlítti ráðum hans og las þrjá vetur hjá sr. Þorleifi, stjúpa sínum. Síðar leitaði hann inntöku í Hólaskóla, en var vísað frá af biskupi. Spáði Skúli þá því, að betur myndi biskup taka honum næst, er hann kæmi. Það rættist átta árum síðar, þegar Skúli kom þangað sem sýslumaður Skagfirð- inga. Skúli lauk námi með góðri frammistöðu hjá sr. Þorleifi, þó að lítt væri þululærdóm- ur sá, sem tíkaður var, við hans lund. Hann olli honum nokkrum erfiðleikum í fyrstu, en vegna þess að skilningur hans á námsefninu var góður, sigraðist hann á þeim. Síðan var hann tvö ár hjá Benedikt lögmanni Þorsteins- syni að Rauðárskriðu. Að þeim tíma liðnum 50 sigldi hann til guðfræðináms við Hafnar- háskóla. Efnaskortur virðist þar hafa háð honum tilfinnanlega, en hann átti því láni að fagna að kynnast háskólarektornum, próf. Gram, sem hafði verið mikill vinur Árna Magnússonar og hafði mikinn áhuga á ís- lenzkum fornmenntum. Skúli naut þess nú áem aðrir íslendingar í Höfn. Lítið atvik olli því, að áhugi hans á guð- fræðináminu fór að dofna, en áhugi á lands- málum vaknaði hjá honum. Fór svo, að fyrir hvatningu próf. Grams sótti hann um sýslu- mannsembættið í Þingeyjarsýslu, en Bene- dikt lögmaður hafði áður hvatt hann til þess í bréfi, sem hann ritaði honum í banalegu sinni, og einnig mælzt til þess, að hann kvænt- ist dóttur hans. Milli Skúla og hennar hafði verið vinfengi, en þó ekki svo, að Skúli teldi sig unna henni nægilega, til þess að hjúskap- ur gæti tekizt með þeim, og varð ekki af hjónabandinu. Svo fóru leikar, að Skúli hlaut ekki þá sýslu, heldur Austur-Skaftafellssýslu, sem þá var talin kostrýrust, ill yfirferðar og lágt launuð. Loforð fylgdi þó um, að hann fengi þá sýsluna, er fyrst losnaði. Lítt undi Skúli hag sínum þar austur frá. Honum þótti fólkið fáfrótt og óvingjarnlegt. Auk þess átti hann fyrstu árin í deilu við sýslumannin í Vestur-Skaftafellsýslu. Varð hann feginn skiptunum, er þau buðust. Árin 1735 losnaði lögmannsembættið vest- an og norðan. Sendi Skúli þá umsókn um það, en þegar Skagafjörður losnaði sama ár, minnti hann á loforðið, sem honum var gef- ið, þegar hann tók við Skaftafellssýslu, og sótti um Skagafjörð. Sýslumannsembætt- ið var betur launað, þótt hitt væri virðingar- meira. Eftir einarðlega framgöngu var hon- um veitt sýslan þrátt fyrir andróður Lavrenz amtmanns, sem taldi sig hafa heitið öðrum henni, en kvaðst fús að mæla með Skúla til lögmannsembættisins. Kom í þeirri deilu glöggt fram málafylgjuhæfni Skúla og dirfska, er hann deildi við yfirboðara sinn og hafði sigur, þótt hinn hefði á flestan hátt betri aðstöðu. Skagfirðingar tóku Skúla illa í fyrstu. Skólablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.