Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 34

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 34
heyra margt úr skrifuðum blöðum skólans, gömlum og nýjum, sem voru í vörzlu efri- bekkinganna, en við busarnir höfðum ekki aðgang að. Óspektir áttu sér stundum stað, bæði þegar setið var við lestur í stofum, þar sem einn kennari átti að gæta allra, og á göngum í frímínútum. Svo mikið eimdi eftir af óróanum frá árinu áður. Oft fóru piltar í „bendu“ á göngum og í stigum utan um einhvern kennarann, en voru þá vanir að hliðra til og standa eins og hermenn, ef kvenfólk gekk um, t. d. ég og lítið stúlku- barn, sem átti heima í skólanum. Ég held, að drengirnir hafi litið á mig eins og dálítið leikfang, sem ætti að fara varlega með. Þeir hafa áreiðanlega vilj- að vera riddaralegir við fyrstu stúlkuna, sem var busi í skólanum. Þegar átti að halda árshátíð skólans, samþykktu þeir, að skólinn allur skyldi bjóða mér og ég skyldi verða fyrir þeim heiðri að færa upp ballið með dúxinum í 6. bekk. Dúx 6. bekkjar var ævinlega vanur að færa upp með þeirri stúlku, sem hann bauð. Það má nærri geta, hvort þessum var ljúft að hætta við að færa upp með gullfallegri kærustu sinni og fá í staðinn stelpukrakka, 15 ára, fyrir ,,dömu“. En ekki var nóg með það. Skól- inn valdi pilt til að sækja mig og annan til að fylgja mér heim, — og svo skyldi ég færa upp dömudansinn með þeim, sem ég kysi sjálf. Engin ósköp standa lengi. Eftir þessa miklu upphefð verð ég að játa, að vegur minn fór heldur að minnka. Þess skal getið, að bekkjarbræðrum mínum var frá upphafi ljóst, að ég var svo sem enginn blómhnapp- ur, sem bera skyldi yfir erfiðleikana. Við kýttum og sættumst og urðum félagar og vinir. Mig langaði svo til þess að vera félagi þeirra. Það var æðsta hugsjón skólans, að menn yrðu að vera góðir félagar, og því skyldu stúlkur ekki geta verið það eins og piltar? En eins og ég var alin upp við hug- myndir um jafnrétti karla og kvenna, voru piltarnir aldir upp við gagnstæðar skoðanir. Og þetta kom fljótt í ljós, undir eins og nýjabrumið fór af því, að stúlka var í skól- anum. Ég man ekki, hvort það var, þegar ég var í öðrum eða þriðja bekk, að það atvik kom fyrir, sem ég nú skal segja frá. í skólanum var barizt um völd eins og annars staðar, og var mikill metingur milli efri og neðri bekkjanna um kosningu í stjórn íþöku, bókasafns skólans. Neðribekkingarnir voru mannfleiri, og árið áður höfðu þeir náð völdum í þessari stjórn. Nú átti að kjósa aftur. Efribekkingar gátu þá með einhverjum ráðum komið að einum manni og datt þá í hug að kjósa stúlku — „stelpu“ — til þess að sýna með því algera fyrirlitningu á bókasafnsstjórninni. Ég var svo kosin. Man ég þá, að formaður Iþökustjórnarinnar, sem var bekkjarbróðir minn, sagði við mig á fundinum í hljóði, að ég mundi náttúrlega ekki taka við kosn- ingunni, því að ég vissi, í hvaða skyni þetta væri gert. — Ég lét þó sem ég heyrði ekki þessa ráðleggingu, heldur tók til máls og sagði við piltana, að ég ætlaði að taka við þessu starfi í alvöru, þótt þeir hefðu kosið mig í gríni! Nú kom að því, að ég átti að vera við bókaútlán. Þá söfnuðu þeir liði, þessir pilt- ar, sem alltaf höfðu verið mér svo góðir. Nú ætluðu þeir „að gera at“ í mér eins og kennurunum áður. — Þeir köstuðu í mig húfunum sínum, tugum saman virtist mér, og kipptu í pils mitt, þegar ég var að fara upp stigana til þess að ná bókum. Bekkjar- bróðir minn, sem með mér var við bóka- afhendinguna, lokaði allar húfurnar inni! Næst þegar ég átti að gæta lestrarsalar íþöku, sem opinn var á sunnudögum, tók ekki betra við. Þá hlupu drengirnir með bækur og stóla út á götu. — En þetta stóð ekki lengi fremur en fyrsta dálætið. Eftir að þetta hafði komið fyrir tvisvar sinnum, nenntu piltarnir ekki að eiga í þessu lengur uðu mér eins og félagar, ef þess þurfti með. uðu mér eins og góðir félagar, ef þess þurfti með. Framhald, á bls. 58. 32 Skólablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.