Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 12
í áköfum heilabrotum. En hvernig sem hann skerpti hlustirnar, gat hann ekkert greint af formúlunni nema „plús 2 Ha 0“. „Ja-há, plús 2 Ha 0! Auðvitað!“ Jón krotaði stafina á borðið hjá sér og beið eftir framhaldi. Palli hækkaði róminn. En eyru „Heimdallar“ höfðu nú greint óleyfilegt hvísl í miðröðinni, og greip hann nú til refsiaðgerða: „Jón! flytjið borðið yðar undir eins hingað upp að púlti til mín.“ Jón tetrið sá þann kostinn vænstan að hlýða rödd hrópandans og dratt- aðist með borðið á tiltekinn stað. Þar sat hann nú og lagði heilann árangurslaust í bleyti. Ha 0! Ha 0! Hann krotaði aftur og aftur ofan í stafina í örvæntingu sinni, og þeir greyptust stöðugt fastar í ljósa borð- plötuna. En þar sem Jón hafði ekki nokkra hugmynd um, hver þau göfugu efni voru, er áttu að sameinast H-inu og O-inu, gafst hann að lokum upp við spurninguna og hélt nú áfram að leysa úr hinum með áðurgreindri aðferð. Áður en varði, var prófinu lokið, og Jón gekk léttur í spori út í sólskinið. Tíminn leið. Jón varð stúdent við sæmi- legan orðstír og hafnaði í guðfræðideildinni, er hann áleit hæfilegan vettvang fyrir and- lega atgervi sína. — En borðið, er áletrað var með Ha 0, hélt áfram að gera sitt gagn uppi í menntaskóla. Stafirnir sáust enn greinilega eins og nokkurs konar minnismerki um and- ans manninn Jón Jónsson, stud. theol. Á borðið bættust smátt og smátt fleiri tákn- rænir stafir, teikningar og jafnvel spakmæli, er ábúendur þess höfðu krotað þar sér til gagns eða dægrastyttingar. Loks hafði ein- hver gerzt svo hugvitssamur að umlykja H2 0 með blárauðu hjarta. Nú segir frá því, að á þeim tíma var í 6. bekk maður, að nafni Ólafur. Að því, er bezt varð séð, var hann eins og fólk er flest, en í rauninni þjáðist hann af alræmdri sálar- veiki. Hann var sem sé ástfanginn. Sú út- valda hét Helga og var bekkjarsystir hans. Hennar vegna átti Óli marga andvökunótt og orti til hennar brennandi ástarljóð með þunglyndislegum blæ, er stóðu að vísu langt að baki ástaljóðum Jóhannesar Kr„ en Óli þurfti að láta tilfinningarnar fá útrás. Til allrar hamingju lenti allur þessi skáldskap- ur sundurrifinn í bréfakröfunni og kom aldrei fyrir auglit „stjörnunnar“. Það, sem kvaldi Óla vesalinginn mest, var, að hún lét alltaf sem hann væri loftið tómt og leit varla við honum. Þó að allar hinar stelpurnar í bekknum veltust um af hlátri yfir beztu bröndurunum hans og mændu á hann ást- leitnum augum á dansæfingunum, lét hún það ekki frekar á sig fá en mýfluga væri að þurrka sér um lappirnar í 100 mílna fjar- lægð. — „Já, þetta kvenfólk er óútreiknan- legra en algebrudæmi," hugsaði Óli eflaust í hundraðasta skiptið og stundi þungan. „Bezt að steinhætta að hugsa um það.“ Það var hon- um líka hollast, a. m. k. í bili, því að nú var hann tekinn upp í nokkrum rangsnúnum og torskiljanlegum vísum í Sæmundar-Eddu, sem hann að vísu skildi harla lítið í sjálfur. — Á leiðinni í sætið gekk hann fram hjá borði Helgu og hægði á sér í von um, að hún myndi nú ef til vill líta á hann á sér- stakan hátt. En hún mændi niður á borðið sitt, stelpuskrattinn, og tók ekki einu sinni eftir honum. En í sama bili varð Óla litið á borðið hennar, og sá hann þá, að þar voru letraðir tveir stafir: H og 0, og utan um þá var teiknað fagurrautt hjarta! óli tók andlegt hástökk upp í sjöunda himin. Gat það verið? Hann hlammaði sér niður í sætið og var ekki til viðtals það, sem eftir var tímans fyrir tómum fögnuði. Helga var þá á sömu bylgjulengd! Hún hafði skrifað staf- ina þeirra á borðið sitt og umlukt þá merki ástarinnar. — En á fremsta borði út við gluggann sat Helga og braut heilann um áðurnefnt listaverk. Hver dirfðist að tengja stafina þeirra Óla saman á þennan hátt? Skárri var það nú frekjan! En samt gat Helga ekki að því gert, að henni var þetta alls ekki á móti skapi. Henni leizt í rauninni vel á Óla, bezt af öllum í bekknum og jafn- vel í skólanum. En fyrr léti hún hengja sig á hæsta gálga en hún viðurkenndi það fyrir nokkurri sálu, að hún væri skotin í honum Óla, þessum, þessum montrassi! Helga reif blað úr frönskuglósunum sínum, vætti það í gluggavatni og reyndi af mætti að má út staf- 10 Skólablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.