Saga - 1983, Blaðsíða 7
ANNA AGNARSDÓTTIR OG
RAGNAR ÁRNASON
Þrælahald á þjóðveldisöld
1.Inngangur
Fræðimenn eru yfirleitt sammála um, að landnámsmenn hafi
flutt með sér talsverðan fjölda þræla til landsins.1 Um tölu þeirra
miðað við frjálsa landnámsmenn ríkir öllu meiri óvissa. Ekki er
ólíklegt, að um þær mundir sem ísland var fullnumið (um 930)
hafi hlutfall ófrjálsra manna miðað við frjálsa verið nokkuð
hátt, e.t.v. 1:5.2 Ennfremur er fyrir því full vissa, að þrælahald
lagðist síðan niður á íslandi. Telja flestir sagnfræðingar, að fyrir
lok 12. aldar, þ.e. vel innan við þrjú hundruð árum eftir lok land-
námsaldar, hafi þrælahald verið úr sögunni hér á landi.3
Sé lagður trúnaður á framangreindar tilgátur um upphaflegan
fjölda þræla miðað við frjálsa menn, er ljóst, að fækkun þeirra á
þjóðveldisöld4 er með athyglisverðari þróunareinkennum hag- og
1 Björn Þorsteinsson, Ný íslandssaga (Rvk., 1966), bls. 127. Gunnar Karlsson,
„Frá þjóðveldi til konungsríkis,“ Saga íslands, II, (Rvk., 1975), bls. 25.
Jakob Benediktsson, „Landnám og upphaf allsherjarríkis," Saga Islands, I,
(Rvk., 1974), bls. 187—8. Jón Jóhannesson, íslendingasaga I, (Rvk„ 1956),
bls. 415—16. Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnámabók (Lund, 1974),
bls. 161.
Heimildir um þrælahald eru fáar og taldar ótraustar. Um þær vísast til
greinar Peters Foote, „Þrælahald á íslandi,“ Saga, 1977, bls. 41—74, og
verks Gunnars Karlssonar, bls. 25.
2 Jón Steffensen, Menning og meinsemdir (Rvk., 1975), bls. 100—102. Carl
Williams í riti sínu Thraldom in Ancient lceland (Chicago, 1937), bls. 36, tel-
ur, að þrælar hafi aldrei verið fleiri en 2000 í einu, án þess að rökstyðja það
nánar.
3 Virðist það vera nokkuð samdóma álit fræðimanna, að það hafi verulega
verið farið að draga úr þrælahaldi á 11. öld og jafnvel fyrr, en það endanlega
lagst niður á 12. öld. Árni Pálsson, „Um endalok þrældóms á íslandi,“
Skírnir, 1932, bls. 198. Björn Þorsteinsson, bls. 126, 127, 130. Gunnar Karls-
son, bls. 26. Jón Jóhannesson, bls. 419—20. Peter Foote, bls. 69—70.
4 Vegna skorts á betra heiti höfum við leyft okkur að láta heitið „þjóðveldis-
öld“ rúma bæði landnámsöld (870—930) og hina eiginlegu þjóðveldisöld
(930—1264) í þessari ritgerð.