Saga - 1983, Page 9
ÞRÆLAHALD Á ÞJÓÐVELDISÖLD
7
á þjóðveldisöld, ásamt gagnrýni á þær. Hins vegar er sett fram
með formlegum hætti sérstök kenning um þetta efni, sem felur í
sér afsannanlegar tilgátur sem jafnframt má skoða sem leiðarvísi
að skipulegum sagnfræðirannsóknum á þrælahaldi á þjóðveldis-
öld.
Efnisskipan ritgerðarinnar er eftirfarandi: í næsta kafla er fjall-
að um eldri kenningar um þrælahald á þjóðveldisöld. í þriðja
kafla ritgerðarinnar er lýst þeirri hagrænu þrælahaldskenningu,
ef svo má að orði komast, sem hér er lögð fram. í fjórða kaflan-
um er stuttlega rætt um nokkrar tilgátur, sem í kenningunni fel-
ast, og með hvaða hætti megi prófa þær. í fimmta kaflanum er að
lokum farið örfáum orðum um fræðilega stöðu kenningarinnar.
2. Fyrri kenningar og tilgátur
Eins og bent hefur verið á hér að framan eru fræðimenn sam-
mála um að landnámsmenn hafi flutt með sér þræla til íslands.7
Um endalok þrælahalds og orsakir þess eru hins vegar skiptar
skoðanir. Þrælahald var aldrei bannað með lögum á íslandi, en
lagðist engu að síður niður. Fræðimenn þeir, sem fjallað hafa um
þrælahald hér á landi, hafa þess vegna séð ástæðu til að setja fram
tilgátur og kenningar til að útskýra hvarf þess. Helstu orsakirnar
fyrir endalokum þrælahalds samkvæmt þessum tilgátum eru
kristin áhrif, bann við útburði barna, minnkandi framboð þræla,
takmörkuð arðsemi þrælahalds og aukið framboð frjáls verka-
fólks. Verður nú fjallað um þessar tilgátur hverja fyrir sig.8.
A. Kristin áhrif
A Norðurlöndum hefur almennt verið talið, að þrælahald hafi
7 Rétt er að taka það hér fram, að Peter Foote er einn um þá skoðun að fáir
þrælar hafi verið fluttir til íslands. Að hans mati hafi þeir, vegna lífskjara á
Islandi, innan tíðar samlagast frjálsþornum mönnum og þrælahald því aldrei
gegnt þýðingarmiklu hlutverki hér á landi. Eins og mun koma í ljós, er þetta
andstætt þeirri kenningu, sem hér verður kynnt. Sjá Peter Foote, t.d. bls.
59—60, 72.
8 Aðeins þrír höfundar hafa ritað sérstaklega um þrælahald á þjóðveldisöld.
Þeir eru Árni Pálsson (1932), Carl Williams (1937) og Peter Foote (1977) í
ofangreindum ritum. Ýmsir hafa á hinn bóginn drepið á efnið, flestir þá í al-
mennum yfirlitsritum. Könnun okkar á fyrri skrifum um þrælahald á þjóð-
veldisöld er þó alls ekki svo ítarleg, að skoða megi hana sem tæmandi.