Saga - 1983, Síða 10
8
ANNA AGNARSDÓTTIR OG RAGNAR ÁRNASON
horfið vegna kristinna áhrifa,9 en þrælahald lagðist þar síðar af
en á íslandi.10 Margir íslenskir fræðimenn telja, að mannúðar-
boðskapur kristninnar hafi átt þátt í hnignun þrælahalds hér á
landi.* 11 Gegn þessari skoðun hefur verið bent á, að kirkjan sem
stofnun hafi ekki barist gegn þrælahaldi.12 í kenningu þeirri, sem
sett er fram í þessari ritgerð, er ekki gert ráð fyrir umtalsverðum
áhrifum kristninnar á hnignun þrælahalds á íslandi.
B. Bann við útburði barna
Árið 1932 setti Árni Pálsson fram kenningu um endalok þræla-
halds á íslandi.13 Aðalatriðin í röksemdafærslu hans eru sem hér
segir:
Árni gerði í fyrsta lagi lítið úr áhrifum kirkjunnar á hnignun
þrælahalds og taldi, að orsakirnar væru fremur veraldlegs eðlis.14
Þessari skoðun sinni til stuðnings fullyrti hann, að hnignun þræla-
halds hefði hafist fyrir kristnitöku. Hann lagði áherslu á, að
þrælahald hefði ekki verið hagkvæmt í harðbýlu landi eins og ís-
landi. Af þeirri ástæðu, og þar sem þrælum var leyft að giftast,
hlaut það að vera nauðsynlegt fyrir eigandann að geta haldið
fjölda þræla í skefjum. Árni nefndi þrjár aðferðir, sem þræla-
haldarinn gat beitt í þessu skyni; geldingu (en um hana væri
aðeins eitt dæmi í fornritum), útburð þrælabarna og frelsisgjöf
(en þá væri leysinginn tekinn í vinnumennsku eða honum gefinn
jarðarskiki til ábúðar). Af þessum þrem kostum taldi Árni útburð
þrælabarna hafa verið þýðingarmestan. Hann vakti hins vegar
athygli á þvi, að ýmis dæmi úr fornritunum bentu til þess að út-
burður barna hafi yfirleitt verið talinn níðingsverk, a.m.k. ef um
9 Árni Pálsson, bls. 198.
10 f Noregi er almennt talið, að þrælahald hafi haldist fram á 12. öld, í Dan-
mörku fram á 13. öld og í Svíþjóð fram á 14. öld.
11 Árni Pálsson, bls. 202—3. Gunnar Karlsson, bls. 27. Jón Jóhannesson, bls.
421. Peter Foote, bls. 62.
12 Carl Williams, bls. 135—8, bls. 169. Jón Jóhannesson, bls. 4. Williams gerir
t.d. mikið úr því, að menn eins og Þangbrandur og Þorvaldur víðförli hafi
haldið þræla (bls. 51).
13 Árni Pálsson, aðallega bls. 198—203.
14 Engu að síður gerði Árni, síðar í röksemdarfærslu sinni, bann Ólafs helga
við útburði barna, sem hlýtur að teljast til kristinna áhrifa, að hornsteini
þrælahaldskenningar sinnar.