Saga - 1983, Síða 11
ÞRÆLAHALD Á ÞJÓÐVELDISÖLD
9
væri að ræða börn frjálsra manna. Árni átti og bágt með að trúa
því, að hugsunarháttur frjálsra ma'iina til forna hafi verið svo
„ónáttúrulegur og herfilegur,“ að þeir hefðu fargað sínum eigin
börnum sér til lífsframdráttar. Þessi meinta siðferðisvitund forn-
manna samræmdist á hinn bóginn illa einni sögulegri staðreynd,
þ.e. hinu fræga útburðarleyfi Þorgeirs Ljósvetningagoða árið
1000. Hafi útburður barna ekki tíðkast meðal frjálsborinna ís-
lendinga, hví lagði Þorgeir slika áherslu á útburðarleyfið? Svar
Árna við þessari spurningu er lykillinn að þrælakenningu hans.
Utburðarleyfið sannaði, að hans mati, tilvist „allfjölmenns
þrælaliðs* í landinu.15 Annað gat það ekki verið, því að útburður
frjálsborinna barna tíðkaðist ekki, að áliti Árna. Árni taldi, sem
fyrr segir, að þrælahaldið hafi borgað sig illa og þar að auki verið
„hið mesta glæfrafyrirtæki.“ Eigendum þræla var því mikið i
mun að halda fjölda þeirra í skefjum. Til þess hefði verið nauð-
synlegt að bera börn af þrælakyni út. Skömmu eftir kristnitöku
var útburður barna bannaður með lögum fyrir atbeina Ólafs
helga. Þar með hafði grundvellinum verið kippt undan þrælahald-
inu, að mati Árna. Nú var ekki lengur unnt að takmarka fjölda
þeirra. Bændur neyddust því til að losa sig við þrælana smám
saman, uns þrælahald hvarf úr sögunni. Við þær breyttu aðstæð-
ur, sem fólust í banni við útburði barna, voru það hagsmunir
bænda að draga úr þrælahaldi. Útburðarbannið var því orsök
endaloka þrælahalds á íslandi.
Ymsir fræðimenn hafa fjallað um kenningu Árna. Jón Jóhann-
esson féllst á röksemdarfærslu hans og taldi ekki ólíklegt, að hér
væri fundin ,,meginorsökin“ fyrir hvarfi þrælahalds.16
Gunnar Karlsson telur á hinn bóginn, að skýring Árna fái
„tæplega staðist“.17 Hefði þrælahald borgað sig á annað borð,
hefði væntanlega einnig borgað sig að ala upp börn þræla, ekki
síst þar sem framboð hefði minnkað eftir að dró úr víkingarferð-
um. Árna til varnar má þó benda á, að það er ekki óhugsandi að
þrælahald borgi sig því aðeins að ekki sé nauðsynlegt að ala upp
15 Peter Foote (bls. 62) hefur réttilega bent á, að útburðarleyfið sanni ekki til-
vist þrælahalds, en sýni „aðeins að fleiri börn hafi fæðst en heimilisfeður
treystu sér að ala önn fyrir....“
16 Jón Jóhannesson, bls. 420—21.
12 Gunnar Karlsson, bls. 26.