Saga - 1983, Síða 14
12
ANNA AGNARSDÓTTIR OG RAGNAR ÁRNASON
Árna Pálssonar, taldi hann ekki, að útburðarbannið væri eina or-
sökin fyrir hnignun þrælahaldsins. Hann var einnig þeirrar skoð-
unar, að minnkandi þrælaframboð ætti þar hlut að máli.25 Að
áliti Jóns dró mjög úr framboði þræla eftir að víkingaferðir lögð-
ust niður, og urðu þeir þá dýrari hér á landi.
Gunnar Karlsson bendir, að okkar mati réttilega, á, að þótt utan-
aðkomandi framboð þræla kynni að hafa minnkað hefði þræla-
stofninn átt að geta haldist með viðkomu þeirra, sem til voru í
landinu.26 Það var a.m.k. skoðun Árna Pálssonar, eins og rakið
hefur verið. Þar að auki eru fá dæmi um þrælaflutninga til lands-
ins eftir landnámsöld. Virðast íslendingar ekki hafa stundað
víðtækan innflutning þræla frá útlöndum.27
Nærri lætur, að bein mótsögn sé á milli kenningar Árna Páls-
sonar um hnignun þrælahalds og umræddrar tilgátu Jóns. Ekkert
áhlaupaverk virðist að samræma kenningu Árna um offjölgun
þræla tilgátu Jóns um að minnkandi framboð og verðhækkun
þræla hafi leitt til endaloka þrælahalds. Björn Þorsteinsson virð-
ist hafa haft þessa mótsögn í huga, þegar hann gerði þá athuga-
semd við tilgátu Jóns, að útburðarbannið hefði unnið á móti
þrælaskortinum.28 Jón Jóhannesson sá á hinn bóginn ekkert at-
hugavert við að halda fram báðum þessum kenningum. Skýringin
kann að vera sú, að Jón hafi talið, í samræmi við kenningu Árna
Pálssonar, að uppeldi þrælabarna hefði ekki borgað sig hér á
landi, og þrælastofninn hefði því verið endurnýjaður með inn-
flutningi uppkominna þræla. Þegar innflutningsverð þræla hafi
hækkað í lok víkingaferða, hafi ekki lengur borgað sig að endur-
nýja gamla þrælastofninn. Sé þessari greiningu á kenningu Jóns
haldið áfram, sýnist líklegt, að hún hafi í raun falið í sér, að
þrælahald hér á landi hafi verið dauðadæmt, þegar innflutnings-
verð þræla fór yfir visst mark undir lok víkingaferða. Útburðar-
bannið hafi einungis flýtt fyrir hvarfi þess.
D. Arðsemi þrœlahalds
Það að þrælahald hafi lítt eða ekki borgað sig, hefur gjarnan
25 Jón Jóhannesson, bls. 420.
26 Gunnar Karlsson, bls. 26.
27 Árni Pálsson, bls. 194.
28 Björn Þorsteinsson, bls. 130.