Saga - 1983, Síða 15
ÞRÆLAHALD Á ÞJÓÐVELDISÖLD
13
verið nefnt sem ástæða fyrir hvarfi þess. Eins og fram hefur kom-
ið taldi Árni Pálsson, að þrælahald hafi vart borgað sig í þessu
harðbýla landi.29 Carl Williams hélt því einnig fram, að þræla-
hald hefði ekki getað viðgengist hér vegna skorts á lífsviðurværi
handa þrælum. Landfræðilega hefði þrælahald ekki hentað ís-
landi.30 Bæði Björn Þorsteinsson og Gunnar Karlsson telja, að
þrælahald hafi aldrei verulega borgað sig á íslandi. Ástæðuna
telja þeir, að þrælahald hafi aðallega verið tengt stórbúskap, sem
hafi gefist misjafnlega hér á landi og ekki verið mikið um.31
Aðrir fræðimenn eru þessum tilgátum um bústærð hér á landi þó
ekki fyllilega sammála. Ólafur Lárusson taldi t.d., að á landnáms-
öld og fyrst þar á eftir hafi býlin verið fá og stór. Síðan hafi þró-
unin orðið sú, að þeim hafi verið skipt og þeirri skiptingu verið
lokið um miðja 11. öld.32 Jakob Benediktsson er þessu sammála.
Hann taldi, að hér hefði verið fólksfrekur stórbúskapur og nóg að
sýsla.33
Að okkar mati eru þessar tilgátur gallaðar að því leyti, að þær
taka ekki nægilegt tillit til breytinga á framleiðsluaðstæðum, er
leið á þjóðveldisöld. Vera kann, að þrælahald hafi verið hag-
kvæmt, jafnvel afar hagkvæmt, á vissum skeiðum þjóðveldisald-
ar, en óhagkvæmt á öðrum. Slík þáttaskil eru algeng í hagsögu
landa. Hafi landnámsmenn flutt umtalsverðan fjölda þræla til
landsins á landnámsöld, er afar ólíklegt, að þrælahald hafi ekki
verið hagkvæmt á því tímabili.34 Á hinn bóginn kann vel að vera,
að þrælahald hafi síðar orðið óhagkvæmara, hugsanlega sam-
hliða eða vegna smækkunar búa. í slíkum tímatengdum búningi
geta umræddar tilgátur um óhagkvæmni þrælahalds fallið að
þeirri þrælahaldskenningu, sem sett er fram í þessari ritgerð. Á
29 Árni Pálsson, bls. 199. En þó vill hann gera stigsmun á og telur, að það hafi
borgað sig betur í upphafi, á meðan skortur hafi verið á frjálsu verkafólki
(bls. 194.)
30 Carl Williams, bls. 126. Carl telur einnig, að ekki sé hægt að hagnast veru-
lega á þrælum, þar sem þeir eru svikulir og erfiðir viðfangs.
31 Björn Þorsteinsson, bls. 130. Gunnar Karlsson, bls. 126.
32 Ólafur Lárusson, ,,Úr byggðarsögu íslands," Vaka, 1929, bls. 341—42.
Árni Pálsson, bls. 192.
33 Jakob Benediktsson, bls. 187.
34 Bæði Jakob (bls. 187) og Jón (bls. 416) telja, að þrælar hafi verið verulegur
hluti vinnuaflsins og sama eðlis er tilgáta Sveinbjörns Rafnssonar, bls. 161.