Saga - 1983, Page 16
14
ANNA AGNARSDÓTTIR OG RAGNAR ÁRNASON
hinn bóginn er takmarkað gagn að þeirri útskýringu, að óhag-
kvæmni þrælahalds hér á landi hafi valdið hvarfi þess. Óhag-
kvæmni er, þegar öllu er á botninn hvolft, yfirleitt ástæðan fyrir
því, að tiltekið skipulag er lagt niður í mannlegu samfélagi. Það,
sem skýra þarf, eru öflin, sem réðu hagkvæmni og óhagkvæmni
þrælahalds.
E. Aukið framboð frjáls vinnuafls
Meðal hinna mörgu tilgátna Jóns Jóhannessonar um endalok
þrælahalds er ein, sem inniheldur ýmis lykilatriði þeirrar kenning-
ar, sem haldið er fram í þessari ritgerð. Hafa og ýmsir aðrir fræði-
menn tekið undir hana.35
Jón taldi, að mikill fjöldi þræla hefði verið fluttur til landsins á
landnámsöld, m.a. vegna þess að lítið framboð hafi verið á frjálsu
verkafólki á víkingaöld. Nóg framboð hafi hins vegar verið af
þrælum. Frelsisgjöf á landnámsöld hafi verið algeng og leysingjar
þegið land að gjöf eða sjálfir gerst landnámsmenn á meðan nóg
jarðnæði var fyrir hendi.36
Síðan fjölgaði fólki, og jarðnæði gekk til þurrðar. Við það hef-
ur framboð á vinnuafli frjálsra manna aukist og það orðið ódýrt.
Þá hefur verið hagkvæmara að kaupa vinnu frjálsra manna en að
ala upp þræla. Hann taldi að þrælahald hefði verið arðvænlegast
á stórbúum, en þeim fór fækkandi og þau smækkuðu á 11. öld.
„Fólksfjölgunin, samfara auknu framboði á vinnu frjálsra
manna, hefur því eflaust átt drjúgan þátt í hvarfi þrælahalds,“
skrifaði Jón.37
Undir þessa kenningu hafa ýmsir fræðimenn tekið. Jakob
Benediktsson var t.d. sammála Jóni um, að hér hafi verið töluvert
þrælahald á landnámsöld og fyrst þar á eftir, enda nóg að starfa á
stórbúum. Jakob var jafnframt sammála Birni Þorsteinssyni um,
að hin miklu garðlög hér á landi bentu til að nóg hefði verið af
ódýru vinnuafli um þær mundir og tók undir það, að hætt hefði
verið við hleðslurnar, eftir að þrælahald lagðist af.38
Svipaðra hugmynda og hjá Jóni gætir í skrifum Björns Þor-
35 Jón Jóhannesson, bls. 420.
36 Jón Jóhannesson, bls. 415—16.
37 Jón Jóhannesson, bls. 420.
38 Björn Þorsteinsson, bls. 130. Jakob Benediktsson, bls. 187—88.