Saga - 1983, Síða 17
ÞRÆLAHALD Á ÞJÓÐVELDISÖLD
15
steinssonar, Gunnars Karlssonar og Peters Foote, sem telja að á
vissu stigi hafi verið hagkvæmast að gefa þrælum frelsi og kaupa
vinnuafl þeirra.39
Við höfum nú rakið helstu fyrirliggjandi tilgátur og kenningar
um þrælahald á þjóðveldisöld. Af þeirri yfirferð virðist mega
draga þá ályktun, að fremur skammt hafi miðað i átt að því mark-
miði að útskýra þróun þrælahalds á þjóðveldisöld. Flestir höf-
undar hafa einungis fjallað um efnið í framhjáhlaupi. Sérstakar
úttektir á þróun þrælahalds eru fáar.
Frá fræðilegu sjónarmiði er kenning Árna Pálssonar, um að út-
burðarbannið hafi orsakað endalok þrælahalds, sú heillegasta og
best unna, sem við höfum fundið. Við höfum hins vegar litla trú á
kenningu hans.
Sumar þeirra tilgátna, sem fram hafa verið settar, eru í góðu
samræmi við þá kenningu, sem við höldum hér fram, og fara nærri
um sum lykilatriði hennar. Talsvert skortir hins vegar á, að tilgát-
ur þessar hafi hlotið fullnægjandi úrvinnslu og samræmingu.
3. Kenning um þrælahald á þjóðveldisöld
Nú víkur sögunni að kenningu okkar um þrælahald á þjóðveld-
isöld. Kenning þessi er að undirstöðu til hagræns eðlis. Hún bygg-
ist á tiltölulega stöðluðu hagfræðilíkani, sem á rætur sínar að
rekja til upphafs 19. aldar,40 en var þróað og fullkomnað innan
vébanda síðklassísku hagfræðinnar á þessari öld. Þótt þetta hag-
ræna líkan sé í eðli sínu auðskilið, er formleg framsetning þess þó
helst til tæknileg til að eiga erindi í þessa ritgerð.41 Hér verður því
látið duga að rekja meginboðskap þess, hvað samspil þrælahalds,
fólksfjölda og landrýmis snertir.
I sjálfu sér er engin ástæða til að einskorða kenninguna við
39 Björn Þorsteinson, bls. 130. Gunnar Karlsson, bls. 26—7. Peter Foote, bls.
61.
40 Sbr. hina frægu kenningu Davids Ricardos (1817) um samband lands, land-
rentu og launa, D. Ricardo, „Principles of Political Economy and Taxation11
í P. Sraffa (ed.), The Works and Correspondence of David Ricardo (Cam-
bridge, 1951). Nútímalega lýsingu á kenningu Ricardos má m.a. finna í M.
Blaus, Economic Theory in Retrospect (Cambridge, 1978).
41 Höfundar eru fúsir að láta þeim lesendum, sem áhuga hafa, formlegan út-
drátt þessara lögmála í té.