Saga - 1983, Síða 18
16
ANNA AGNARSDÓTTIR OG RAGNAR ÁRNASON
þrælahald á íslandi, þótt það sé hið sérstaka umræðuefni þessarar
ritgerðar. Frá fræðilegu sjónarmiði höfðar kenningin til þræla-
halds hvar og hvenær sem er og er að því leyti altæk. Af þessari
ástæðu höfum við valið þann kost að rekja almenna drætti kenn-
ingarinnar fyrst, en víkja síðan sérstaklega að þrælahaldi á íslandi
á þjóðveldisöld.
Grundvallarforsenda kenningarinnar er sú, að efnahagslegt at-
ferli manna af öllum stéttum og á öllum tímabilum ráðist í megin-
dráttum af viðleitni þeirra til að bæta hag sinn. Hér er auðvitað
um að ræða þá grunnsetningu (axiom) markaðshagfræðinnar,
sem í óvönduðu tali hefur verið kölluð hagnaðarhvöt eða jafnvel
gróðafíkn, en réttara væri að kenna við skynsamlegar ákvarðanir.
Um hana hefur verið mikið deilt og ókjör rituð. Virðist tilgangslít-
ið að bæta við það lesmál á þessum vettvangi. Við látum okkur
nægja að taka það fram, að grunnsetning markaðshagfræðinnar
gerir að sjálfsögðu ráð fyrir að menn hámarki hag sinn innan
þeirra takmarka, sem hinar sögulegu aðstæður, tæknilegar og
samfélagslegar, setja þeim. Við höfum, eins og nærri má geta,
talsverða trú á getu þessarar forsendu til að útskýra mannlegt at-
ferli, enda hefur útskýringarmáttur hennar verið margstaðfestur í
aragrúa hag- og hagsögulegra rannsókna.42
Af umræddri grundvallarforsendu leiðir m.a., að bændur, eins
og aðrir framleiðendur, munu jafnan meta kosti og galla þræla-
halds á nákvæmlega sama hátt og aðra þætti búrekstrarins. Þeir
taka því að jafnaði ákvörðun um þrælahald, þ.á m. stærð og
samsetningu þrælastofns, með hliðsjón af þrælahaldskostnaðin-
um, þ.e. kostnaðinum við öflun og uppihald þræla, og liklegri
framleiðni þeirra annars vegar, í samanburði við aðra valkosti,
þ.á m. frjálst vinnuafl, hins vegar. Óþarft ætti að vera að ítreka
það, að í kostnaðinum við þrælahaldið er auðvitað meðtalið mat
viðkomandi á kostnaði vegna samfélagslegra og siðferðilegra við-
horfa til þrælahalds og hugsanlegra refsinga, sé um slíkt að ræða.
Við skulum í einföldunarskyni og til þess að skerpa mynd okkar
af aðalatriðunum halda þáttum eins og þrælahaldskostnaði og
42 Mörg dæmi um slíkar staðfestingar má finna í A. Zellner (ed.), Readings in
Economic Statistics and Econometrics (Boston, 1968) og R.W. Fogel og S.L.
Engerman (eds.) The Reinterpretation of American Economic History (New
York, 1971).