Saga - 1983, Side 19
ÞRÆLAHALD Á ÞJÓÐVELDISÖLD
17
hlutfallslegum afköstum þræla og frjáls verkafólks föstum. Þá
þarf ekki mikið hugarflug til að koma auga á náið samhengi á
milli þrælahalds annars vegar og ónumins, en nýtanlegs, landrým-
is hins vegar.
Þegar ónumið landrými er fyrir hendi, getur frjálst vinnuafl
hvenær sem er aflað sér viðurværis með því að hefja búrekstur á
besta ónumda landinu. Tekjurnar á vinnuaflseiningu eru þá jafn-
ar framleiðni þessa lands. Markaðsverð frjáls vinnuafls, þ.e.
launin, sem verkafólk setur upp fyrir vinnu sína, er því a.m.k.
jafnhátt, þar eð flestir kjósa heldur að yrkja eigin jörð en ráða sig
í meira eða minna ótrygga vinnu hjá öðrum. Séu vinnulaun á
markaðnum nægilega há miðað við það, sem það kostar að afla
þræls og framfæra hann, er ljóst, að þrælahald er hagkvæmara
en ráðning frjáls vinnuafls. Ef hið ónumda land er álíka frjósamt
°g það land, sem þegar hafa verið stofnuð bú á, eins og ekki er
ótítt á nýfundnum eða nýunnum landsvæðum, kann jafnvel svo
að vera, að þrælahald sé eina leiðin til að halda uppi meiriháttar
búrekstri. Því stærri sem búin eru þeim mun umfangsmeira verð-
ur það þá að vera.
Það virðist því ljóst, að sé ónumið og nægilega frjósamt land
fyrir hendi og félagslegur og efnahagslegur kostnaður við öflun og
rekstur þræla er ekki of hár, er fyrir hendi grundvöllur að þræla-
haldi. Séu hin siðferðilegu viðhorf ekki of andstæð, eru síðan
allar líkur á því, að þrælahald verði tekið upp.
Hugleiðum nú þá atburðarás, sem við tekur í þrælahaldssamfé-
Hgi, sem reist er á grundvelli nægs landrýmis, þegar frjálsu fólki
fjölgar og ónumið land þverr. Nýbýli eru nú stofnuð á æ lakara
landi, þar sem framleiðni vinnuafls er lægri en áður. Vinnulaun
þau, sem frjálst verkafólk setur upp, lækka samsvarandi. Þetta
ferli nýs landnáms og launalækkunar heldur áfram, uns annað
tveggja gerist: (I) Vinnulaun verkafólks fara niður fyrir kostnað
við þrælahald með þeirri afleiðingu, að frjálst vinnuafl kemur í
stað þræla, en nýtt landnám stöðvast að mestu. (II) Framleiðni
vinnuafls á nýbýlum nær félagslegum sultarmörkum, þ.e. lág-
marki þess, sem samfélagið telur nauðsynlegt til framfæris, án
þess að fara niður fyrir kostnað við sambærilegt þrælahald.
Landnám og fólksfjölgun stöðvast því, og þrælahald verður var-
anlegt.
Síðari kostinn verður að telja heldur ólíklegri. Til þess að hann
2