Saga - 1983, Síða 20
18
ANNA AGNARSDÓTTIR OG RAGNAR ÁRNASON
verði ofan á virðist nauðsynlegt, að eftirfarandi skilyrði, eitt eða
fleiri, séu nægilega hagstæð: (i) Kostnaður við öflun þræla sé
hverfandi. (ii) Unnt sé að pína meiri vinnu út úr þrælum en frjálsu
fólki. (iii) Félagslega ákvörðuð sultarmörk séu yfir því viðurværi,
sem þrælar þúa við. Til að gera langa sögu stutta er þess að geta,
að kostnaður við öflun þræla hlýtur nánast alltaf að vera umtals-
verður. í hverjum þræli felst jafnframt umtalsverð fjárfesting.
Þrælahald er því áhættusamara en notkun frjáls vinnuafls. Al-
menna reglan er ennfremur sú, að þrælar vinni ver en frjálsir
menn og séu að auki ótrúrri. Til þess að unnt sé að halda uppi var-
anlegu þrælasamfélagi berast böndin því einkum að þriðja atrið-
inu, en það jafngildir því, að tekist hafi að takmarka fólksfjölg-
un.
Þegar svo mjög hefur gengið á ónumið land, að vinnulaun
frjáls vinnuafls eru orðin sambærileg við þrælahaldskostnað, fer
að draga úr þrælahaldi og frjálst vinnuafl kemur í staðinn. Hnign-
un þrælahalds verður þá þeim mun hraðari sem fólksfjölgun, og
þar með aukning á framboði frjáls vinnuafls, er örari. Meðan á
þessum umskiptum stendur, er nýtt landnám hverfandi. Ástæðan
er auðvitað sú, að á meðan frjálst vinnuafl er að koma í stað
þræla, lækka vinnulaun óverulega. Sala eigin vinnuafls á mark-
aðnum er því yfirleitt vænlegri kostur en sá að hefja landnám á
því tiltölulega ógjöfula landi, sem enn er fáanlegt.
Þetta ferli, að frjálst vinnuafl komi í stað þræla, heldur áfram,
uns flestir eða allir þrælar eru úr sögunni.43 Haldi fólksfjölgun þá
enn áfram, munu vinnulaun taka að lækka á nýjan leik vegna
,,offramboðs“ vinnuafls. Landnám á skásta ógjöfula landinu
mun einnig hefjast aftur og þannig mun bæði frjálsu verkafólki
fjölga og landnám aukast.44 Þetta ferli heldur síðan áfram, uns
43 Sennilega er þó lengi fyrir hendi tilhneiging til aö halda í heimilisþræla af
ýmsu tagi. Slíkir þrælar hafa þó verið tiltölulega fáir og markalínan á milli
þeirra og frjáls þjónustufólks fljótlega orðið næsta óljós.
44 Flest héruð eru þannig, að fyrir hendi er nokkurt ónytjað eða ónumið land.
Þegar land er að heita má fullnumið, er hið ónytjaða land á mörkum þess að
vera byggilegt til lengdar. Þegar lífskjör eru nægilega slök, mun það engu að
síður verða tekið til búsetu. Þó svona land kunni stundum að vera í einkaeign
frá formlegu sjónarmiði, er markaðsverð þess auðvitað hverfandi. Sé ónum-
ið land þó af einhverjum ástæðum ekki fyrir hendi breytir það litlu fyrir
kenninguna. Vinnulaun falla einungis þeim mun hraðar.