Saga - 1983, Qupperneq 21
ÞRÆLAHALD Á ÞJÓÐVELDISÖLD
19
sultarmörkum er náð. Samfélagið er þá orðið það, sem á erlenda
tungu er nefnt malthúsískt,45 og varanleg fólksfjölgun stöðvast.
Samspil landrýmis og fólksfjölda leikur þannig lykilhlutverkið i
því ferli, sem lýst hefur verið. Ef fjölgun frjálsra manna stöðvast,
áður en verulega er farið að ganga á gjöfulasta landið, getur
þrælahald orðið varanlegt. Raunar má fullyrða, að við þær
aðstæður sé þrælahald í einhverri mynd eina leiðin til að halda
uppi stórbúum og iðjuleysisstétt. Ef fjölgun frjálsra manna stöðv-
ast ekki nægilega snemma, mun verða hörgull á nægilega gjöfulu
nýju landi, og vinnuafl þeirra mun taka við hlutverki þrælanna á
stærri búum. Hvort þrælahaldi muni verða með öllu útrýmt á
þennan hátt eða ekki, ræðst af því, við hvaða launakjör fjölgun
frjálsra manna stöðvast.
Kenning sú, sem nú hefur verið rakin, felur í sér tiltölulega flók-
ið samspil allmargra stærða. í því skyni að auðvelda yfirsýnina
höfum við gert tilraun til að draga meginatriði hennar saman í eft-
irfarandi línurit (sjá bls. 20). Rétt er að taka það fram, að línuritið
er fyrst og fremst gert til útskýringar. Það má ekki taka of bók-
staflega, allra síst stærðargráður þess.
Línuritið lýsir ferli fólksfjölda, þrælafjölda, fjölda frjáls verka-
fólks, landnáms og vinnulauna yfir tíma. Þessi saga er rakin frá
upphafi, við landnám, og til loka, er hungurmörkum hefur verið
nað og frekari breytingar verða ekki. Fólksfjölgunin er, sem fyrr
segir, aflvaki þróunarinnar. Ef hún stöðvast af einhverjum ástæð-
um, áður en hungurmörkum er náð, breytast hinar stærðirnar
heldur ekki frekar.
Nú er kominn tími til að víkja orðum að því, sem kenningin
hefur fram að færa um þrælahald hér á landi á þjóðveldisöld.
Ganga má að því vísu, að á landnámsöld (u.þ.b. 870—930) hafi
verið mikil þörf fyrir vinnuafl á íslandi. Gera þurfti margvíslegar
brýnar jarðbætur, ryðja land fyrir akra og tún, afmarka land-
svæði, koma upp húsum fyrir mannfólk og búsmala o.s.frv. Á
áður ósnortnu, en tiltölulega gjöfulu landi, var þessi vinna auðvit-
að afar arðbær, allt að því lífsnauðsyn. Sé kenningin rétt, mun
45 Þjóðfélagið er malthúsískt, þegar umtalsverður hluti íbúanna lifir við hung-
urmörk og heildarfólksfjöldinn stjórnast fyrst og fremst af því magni mat-
væla, sem framleitt er. Auðlesna lýsingu á kenningu Malthusar má finna í
Blaus (sjá neðanmálsgrein 41).