Saga - 1983, Page 23
ÞRÆLAHALD Á ÞJÓÐVELDISÖLD
21
þræla, sem út til íslands voru fluttir í upphafi, hafi verið heldur
skorinn við nögl, sakir mikils flutningskostnaðar og áhættu, og
þeim hafi fjölgað hlutfallslega síðar. Þessi atriði eru þó undir
ýmsum öðrum þáttum komin, eins og t.d. þróun þrælaverðs í
Noregi og uppeldiskostnaði þræla á íslandi, sem þarfnast frekari
rannsókna.
Takmarkaðar upplýsingar eru fyrir hendi um þróun þrælahalds
á landnámsöld. Heimildir virðast þó benda til þess, að nýir land-
námsmenn hafi flutt þræla til landsins allt timabilið. Af eftirtöld-
um ástæðum m.a. er óhugsandi, að þar hafi verið um hagræn af-
glöp að ræða. í fyrsta lagi hefðu slík mistök verið afar kostnaðar-
söm, bæði vegna verðmætis þrælanna í Noregi og flutningskostn-
aðarins til Íslands. í öðru lagi getur enginn vafi leikið á því, að
fullnægjandi upplýsingar um landkosti á íslandi og þörf fyrir
þrælavinnu þar hafi verið væntanlegum landnámsmönum auð-
fengnar fáum árum eftir að landnám hófst.
Að því gefnu, að notkun frjáls vinnuafls hafi verið lítil á land-
námsöld í samræmi við umrædda þrælahaldskenningu og veru-
lega lakara land hafi verið tekið til landnáms á síðari hluta land-
námsaldar má mjög liklegt telja, að þrælahald hafi verið afar hag-
kvæmt á íslandi á landnámsöld.49
Er aðflutningur landnámsmanna til landsins stöðvaðist (um
^30) er litið svo á, að landnámsöld hafi lokið. í ljósi hins mikla
kostnaðar og áhættu við búferlaflutninga landa á milli er þó
sennilegast, að landnám innanlands hafi haldið áfram enn um
hríð. Á hinn bóginn hefur gott ónumið land smám saman orðið æ
fáséðara og landkostir nýbýla hafa orðið lakari. Jafnframt munu
vinnulaun frjáls verkafólks hafa fallið í samræmi við lækkun
framleiðni vinnuafls á nýnumdu landi. Þessi þróun aukins land-
náms og lækkandi vinnulauna, knúin áfram af fólksfjölguninni,
hélt áfram, samkvæmt kenningunni, uns kostnaður við frjálst
vinnuafl varð sambærilegur við þrælahaldskostnaðinn.
Þegar því marki var náð, fáum (e.t.v. 2—4) áratugum eftir lok
landnámsaldar, myndaðist loksins umtalsverður markaður fyrir
frjálst vinnuafl. Með því að markaðsverð þess hafði lækkað niður
fyrir sambærilegan þrælahaldskostnað, tók nú við tímabil hnign-
unar þrælahalds, þar sem frjálst vinnuafl kom í vaxandi mæli í
49 Sbr. kafli 2 D.