Saga - 1983, Page 26
24
ANNA AGNARSDÓTTIR OG RAGNAR ÁRNASON
eftir lok landnámsaldar, e.t.v. um 950—60, fækkun þræla hafi
síðan verið tiltölulega ör, og þeir að mestu verið úr sögunni innan
við 100 árum síðar. í kenningunni felst einnig sú tilgáta, að kristin
siðfræði hafi haft óveruleg áhrif á hnignun þrælahalds á íslandi.
Ennfremur má nefna ýmsar afleiddar tilgátur, t.d. um markaðs-
verð þræla, innflutning þeirra, bætur fyrir þrælavíg, meðferð
þræla, fjölda leysingja, barnaútburð o.s.frv., sem ástæðulaust er
að orðlengja.
Auk tilgátna um þrælahald felur kenningin í sér tilgátur um
gang landnámsins, eins og lýst hefur verið. Þær tilgátur má einnig
prófa með óbeinum hætti, ef það hentar betur með hliðsjón af fá-
anlegum gögnum. Beinist athyglin í því sambandi einkum að land-
verði, sem ætti að hafa hækkað miðað við vinnulaun með vaxandi
landnámi. Hvað prófun á þessu atriði snertir, er auðvitað bæði
heimilt að líta á þróun landverðs að meðaltali og virði einstakra
jarða á umræddum tímabilum.
Kenningin felur einnig i sér tilgátur um fólksfjölda, þ.e. fjölda
frjálsra manna, og þróun hans. Jafnframt er þar um að ræða til-
gátur um fjölda frjáls vinnufólks og hlutfall þess af fólksfjöldan-
um. Ennfremur er í henni að finna tilgátur um vinnulaun og speg-
ilmynd þeirra, lífskjör lægri stéttanna, smábænda og verkafólks.
Allar þessar tilgátur má prófa með óbeinum hætti, t.a.m. með því
að skoða þróun vígbóta og verð og jafnvel magn vinnuaflsfrekra
afurða frá einu tímabili til annars. Einnig er í þessu sambandi vert
að huga að þróun ákvæða um réttindi og skyldur vinnufólks,
verðgang og betl, ef til eru.
Höfnun sumra tilgátna kenningarinnar er mun afdrifaríkari
fyrir stöðu hennar en höfnun annarra. Það er því æskilegt að
rannsóknir beinist öðru fremur að þessum tilgátum, ef þess er
kostur. Kenningin og nytsemi hennar er t.d. talsvert undir því
komin, að meðferðarréttur eigenda á þrælum sínum hafi ekki
verið miklu takmarkaðri en gert er ráð fyrir hér að framan. Svip-
uðu máli gegnir um þá forsendu, að nýtt landnám hafi, a.m.k.
lengi vel og á vissum svæðum, verið heimilt frjálsum mönnum.
Afdráttarlaus höfnun þessara tilgátna krefst talsverðra endurbóta
á kenningunni, þótt ekki verði séð, að grundvallaratriðum henn-
ar sé hnekkt.
Okkur sýnist raunar, að erfitt sé að hnekkja kenningunni með