Saga - 1983, Side 27
ÞRÆLAHALD Á ÞJÓÐVELDISÖLD
25
höfnun einnar einfaldrar tilgátu hennar. Eina tilgátan, sem virðist
hafa slíka lykilstöðu í kenningunni, er markaðshagfræðiforsend-
an um að allir aðilar breyti í samræmi við hagsmuni sina. Sú for-
senda er þó nánast sísanna (tautology) og því ekki vænleg til
ádeilu. Verulegu áfalli yrði kenningin því aðeins fyrir, að okkar
mati, ef rannsóknir sýndu, að ferill einnar lykilstærðar hennar,
t.d. fólksfjölda, þrælafjölda, fjölda landbúnaðarverkafólks, um-
fangs landnáms eða upphæðar vinnulauna, væri i meginatriðum
öðruvísi en hún segir til um.
5. Lokaorð
Kenning sú um þrælahald á þjóðveldisöld, sem nú hefur verið
rakin, útskýrir stærstu drættina í ferli þess og tilgreinir orsaka-
valdana. Kenningin fjallar ekki um smærri atriði í þróun þræla-
haldsins eins og þau, sem kunna að hafa stafað af áhrifum góð-
®ra og hallæra, breytingum á búskaparháttum í kjölfar tækninýj-
unga, rýrnandi landgæðum o.s.frv. Hún tekur ennfremur alls
ekki til annarra hliða þrælahaldsins, eins og réttar þræla, með-
ferðar þeirra o.s.frv.
Miðað við fyrri kenningar og tilgátur um þrælahald á þjóðveld-
isöld sýnist okkur, að sú kenning, sem hér er til umræðu, hafi
nokkra mikilvæga kosti.
í fyrsta lagi útskýrir hún allan feril þrælahalds á íslandi frá
upphafi, á síðari hluta 9. aldar, til loka, á 12. öld.
í öðru lagi útskýrir hún þessa sögu með skírskotun til aðeins
einnar tiltölulega auðskilinnar meginreglu, hagfræðilegu kenning-
arinnar um samhengi fólksfjölda, landrýmis og þrælahalds.
í þriðja lagi felur hún í sér fjölda afsannanlegra tilgátna um
þrælahald, og er þar með leiðarvísir að skipulegum sagnfræði-
rannsóknum á þessu sviði.
í fjórða lagi felur kenningin í sér tilgátur um ýmsa aðra lykil-
þætti hagrænna aðstæðna á landnáms- og söguöld en þrælahald.
Þeirra á meðal má nefna þróun mannfjölda, fjölda frjáls verka-
fólks, lífskjör verkafólks og smábænda og feril landnáms.
Að lokum viljum við leggja áherslu á, að þessi kenning er hér
lögð fram tiltölulega lítt hugsuð og unnin af okkar hálfu. Við eig-