Saga - 1983, Side 33
UM BASKNESKA FISKIMENN Á NORÐUR-ATLANTSHAFI 31
bæði á landi og hafi úti, skiptu veiðikvótum á milli bæja og
aðstoðuðu sjómenn í neyðartilvikum, ef skip þeirra fórust, dauða
bar að höndum eða önnur óhöpp áttu sér stað.9 Þessi bræðralög
fiskimannanna voru einkum undir áhrifavaldi kirkjunnar sökum
,,andlegra laga,“ sem ýmist veittu eða veittu ekki leyfi til veiða á
þessari eða hinni fisktegundinni, og leyfðu til dæmis sjósókn á
helgidögum, en lögðu sjómönnum einnig skyldur á herðar, svo
sem að ganga til altaris á tilteknum dögum eða styrkja sóknar-
kirkjuna með ölmusugjöf.
Vegna þess hve starfsemi útgerðarinnar var vandlega skipulögð
til forna, þekktu meira að segja íbúarnir í innhéruðum Spánar
fiskinn að norðan og Juan Ruiz, erkibiskup af Hita,10 lýsir hon-
um og dásamar þegar hann fjallar um hin herlegu veisluhöld kjöt-
hátíðarinnar og segir: ,,Síld og kólguflekkur voru flutt frá
Bermeo."11 Essrekar fluttu fiskinn í borgirnar á hásléttunni í
rauninni alveg þangað til nútímasamgöngutæki tóku við. Hins
vegar voru það sjálfar eiginkonur fiskimannanna sem sáu um
þessa flutninga í erfiðum dagsferðum milli þorpa í innhéruðum
Vizcaya og Guipúzcoa.
Skip Biskajaflóans áttu stóran þátt í landheimtu kristinna
manna í Andalúsiu í lok 15. aldar, og baskneskir sæfarar eru við
svipuð störf í enskum og frönskum flotadeildum á 14. og 15. öld.
Líkt og endahnútur á sögu sleitulausrar sjósóknar Baska um
aldir gerðist það um miðja 17. öld, að kunnátta baskneskra sjó-
manna fékk að njóta sín vegna dvalar Filippusar konungs 4. í San
Sebastián, en þangað var hann kominn til að undirrita friðarsátt-
mála við Frakkland um Pýreneafjöll. Við þetta tækifæri var skip
konungsfjölskyldunnar dregið í land af miklum fjölda báta með
ræðurum, og líkaði konungi ferðin svo mjög, að árið eftir lét
hann flytja bátana til Madrid svo hinir snjöllu sjómenn mættu
9 Athyglisverðan lagabálk baskneska bæjarins Bermeo frá 1358 er að finna í:
Carmelo Echegaray ,,La pesca en Vizcaya." Geografía General del País
Vasco-Navarro. Tomo de Vizcaya, bls. 295—97.
'0 Prestur og veraldlegt skáld, fæddur í lok 13. aldar i Alcalá eða Hita, sam-
tímamaður Boccacios, höfundur bókarinnar „Libro del Buen Amor.“ Hann
lýsir á litskrúðugan hátt líflegri margbreytninni sem einkenndi upplausnar-
tíma miðaldanna á Spáni.
U Carmelo de Echegaray. Ibid. Bls. 295.