Saga - 1983, Síða 34
32
AITOR YRAOLA
skemmta honum á E1 Retiro tjörninni.12 Einnig var það til hátíða-
brigða þegar Ferdinand konungur 7. var í upphafi 18. aldar heiðr-
aður af San Sebastiánborg að lagt var utan við La Conchaströnd-
ina gríðarstórt net sem var 61 metri á breidd og 1000 á lengd.
Hundrað einkennisklæddir sjómenn á nýmáluðum bátum drógu
netið hægt og hægt saman þar til það breyttist í sannkallað fiska-
búr fullt af alls kyns fiski sem konungurinn skoðaði yfir sig hrif-
inn og fullur forvitni.13
Þetta litla ágrip af sögu basknesku þjóðarinnar bendir glögg-
lega á forna og merkilega köllun þeirra til sjósóknar, er þeir á eig-
in spýtur hættu sér út á höfin víðsfjarri ströndum Biskajaflóans.
II
Gera verður greinarmun á tveimur ólíkum hópum Baska sem
stunduðu sjóinn. Annars vegar var fiskimaðurinn sem veiddi í
heimahöfum og nefndist ,,arrantzale“ á baskamáli og hafði sá
fastan dvalarstað. Hins vegar var sá, sem fiskaði á úthöfunum,
,,marinel,“ ævintýramaður, sem var venjulega ættaður úr land-
búnaðarhéruðum Baskalands.14 (Frá málvísindalegu sjónarmiði
er athyglisvert að líta á „innansveitar" eða ,,aðseturs“ uppruna
baskneska orðsins ,,ontzia,“ sem þýðir skip, því þar endurspegl-
ast hin tvíþætta baskneska menning hvað varðar landbúnað og
sjómennsku og sem að mörgu leyti svipar til hinnar íslensku.
,,Ontzia“ þýðir ,,stell,“ þ.e. ílátasamstæða, því erfitt er að
ímynda sér eitt ílát ,,á stærð við hús.“ Þannig nefnast potta- og
skipasmiðir báðir ,,ontzia-gillea“).15
Hér verður ekki fjallað um „arrantzale" fiskimennina og störf-
um þeirra ekki lýst á annan hátt en með ljóðabroti úr alþýðukveð-
skap þar sem fram kemur hvers konar fisk þeir veiddu í sjóróðr-
um sínum sem einskorðuðust við nálæg hafsvæði.
12 Serapio Múgica. „Las bateleras de Pasajes“ i Euskalerriaren Alde. 2. bindi,
bls. 174—179 (1912).
13 B. de Arregui. „La pesca en Guipúzcoa. Las redes de pescar“ í Euskalerriar-
en Alde. Nr. 176 (1918).
14 José M. de Burgaiia. „Aspectos de la vida del pescador“ i Ikuska, nr. 2
bls. 59 (1947).
15 B. de Arregui. „Disquisiciones linguísticas. Ontzia-nave“ í Euskalerriaren
Alde. 3. bindi, bls. 679—681 (1913).