Saga - 1983, Page 35
UM BASKNESKA FISKIMENN Á NORÐUR-ATLANTSHAFI 33
,,Ni naiz emakume bat
Arrain-saltzalia,
Mainelak itxasotik
Dakarren guztia.
Naiz legats, naiz bisigu,
Atun, sardinea,
Txipiroi, mielgea,
Balitz aingirea.“
,,Ég er kona
Fisksölukona,
Sjómennirnir koma af hafinu
með allan fiskinn.
Stundum er það kolmúli,
stundum kólguflekkur,
Túnfiskur, sardínur,
kolkrabbi, háfiskur,*
Ef til vill áll."16
En það eru ,,marinelak,“ sem lifðu óreglubundnara lífi, af-
komendur hinna gömlu brautryðjenda í hvalveiðum, sem gátu
lagt út í langar og stundum hættulegar sjóferðir og hljóta að hafa
komið að ströndum íslands í upphafi 17. aldar,17 ferðast með ís-
lendingum í hvalveiðileiðöngrum, notað hafnir þeirra til verslun-
ar> og átt í málaferlum og þrætum við íslendinga og Dani.18
Málaferli meðal hvalveiðimanna, svipuð þeim sem fram fóru á
Alþingi gegn útgerðarmanninum Miguel de Eraso,19 voru algeng í
sjávarplássum við strönd Biskajaflóa. í upphafi 17. aldar áttu
íbúar Ibarranguelua í málaferlum við íbúana í Lequeitio og
Bermeo (Mynd 4) varðandi hvalveiðarnar og varð sýslumaður að
Mynd 4. Teikning af strönd Biskajaflóa ásamt þeim btejum sem tóku mestan þátt í
fiskveiðum á Atlantshafi.
* Suðurhafaháfiskur
16 José M. rte Burgana. Ibid. Bls. 96 (1947).
17 Jón Guðmundsson. Spánverjavígin 1615. Kaupmannahöfn (1950).
18 Helgi Guðmundsson. „Um þrjú basknesk-íslenzk orðasöfn frá 17. öld. ís-
lenzkt mál og Almenn málfræði. 1. árgangur. Rvík (1979).
19 Helgi Guðmundsson. Ibid. Bls. 78.
3