Saga - 1983, Page 36
34
AITOR YRAOLA
blanda sér í málið og dæma fésektir. Slík málaferli urðu einnig
milli annarra bæja, uns sett voru lagaákvæði varðandi hvalveiði-
kvótann og réttmæta skiptingu á kjöti og fitu væru samningar
ekki haldnir, og var kirkjunni ætlaður helmingur tungunnar, sem
menn ýmist seldu eða söltuðu.20 Tungan þótti herramannsmatur
fyrr á tímum og fram til ársins 1562 lét kórsbræðrafélag dóm-
kirkjunnar í Bayona hvalveiðimennina í Biarritz greiða í tíund
,,besta hluta tungunnar,“ og áður, árið 1237, gáfu hvalveiðimenn
frá Zarauz Ferdinand konungi 3. „ræmu af honum (hvalnum) frá
höfði að sporði.“ Hvalveiðimenn frá San Sebastián skáru
tunguna úr þessum risavöxnu skepnum handa Bræðralagi San
Pedros.21
Árið 1542 ákærðu íbúanefndir Guipúzcoa sem þá voru saman
komnar í Hernani veiðimenn sem notuðu net „sem fældu burt all-
an fisk,“ og árið 1613 ögruðu skip frá Guipúzcoa hinum voldugu
bresku galeiðum sem á þessu eina ári hertóku tólf skip.22
Skrifuð skjöl, verslunarbréf og deilur baskneskra skipasmiða,
eða deilur baskneskra skipasmið og útlendinga, voru tíð alla 16.
öld. Það hafði sitt að segja að skipasmiðirnir voru jafnframt sjó-
menn og afar áhugasamir um alls kyns málarekstur, eins og senni-
lega var raunin í máli Miguels de Eraso, því skipasmiðirnir voru
jafnframt eigendur skipanna fram á miðja 16. öld.
Á þvi er enginn vafi að strendur íslands voru, auk þess að vera
viðkomustaður á leið til norðlægari slóða i leit að hval og þorski,
einnig fundarstaður tveggja mikilla fiskveiðiþjóða. Að Baskarnir
þróuðu á íslandi „lingua franca" eða verslunarmál, skemmtilegt
mál og litskrúðugt frá málvísindalegu sjónarmiði, var ekki ein-
stakt í könnunarleiðöngrum þeirra á úthöfunum.
Pedro E1 Mártir sagði að með sínu „undarlega tungumáli“
gætu Baskarnir haft samskipti við kynjaverurnar sem byggðu höf-
in. í annál um verslunarmenn frá San Juan de Luz (1710) er sagt
frá því, að þegar Baskar settust að við St. Lawrenceflóa, hafi þeir
20 Diego de Areitio. „La pesca de la ballena. Notas de un pleito de principios
del siglo XVII“ í Revista Internacional de Estudios Vascos. 17. bindi, bls.
194—200 (1926).
21 R. de Berraondo. Ibid. Bls. 134—35 (1932).
22 Martín de Ugalde. Ibid. Bls. 153 (1974).
23 J. Caro Baroja. Ibid. Bls. 198. Madrid (1971).