Saga - 1983, Síða 39
UM BASKNESKA FISKIMENN Á NORÐUR-ATLANTSHAFI 37
lok 15. aldar og upphaf þeirrar 16., en um það leyti komu bask-
neskir sjómenn að íslandsströndum. Það er því ekki einkennilegt
að baskneskir sjómenn hafi tekið þátt í hvalveiðileiðöngrum til
Svalbarða, að þeir hafi verslað og dvalist um tíma í íslenskum
höfnum, og að þeim væri jafnvel ruglað saman við franska fiski-
menn frá basknesku sveitunum Laburdi, Benabarra og Zuberoa í
Frakklandi.
Er gufuskip héldu innreið sína og baskneski hvalurinn dó smám
saman út (siðast sást til hvals i Biskajaflóa í lok síðustu aldar við
strönd San Sebastián, Ondárroa og Pasajes) hafði það ekki í för
með sér að hinn mikli áhugi Baska á sjómennsku dofnaði. Hin
brýna þörf fyrir að treysta afkomu sina, og þar með þörfin fyrir
auðæfi hafsins, veldur því að forn barátta skutulveiðimanna við
sjávardýrin heldur áfram. Þvi þótt aðferðin sé önnur29 er brautin,
sem ,,marinelak“ ruddu forðum, hin sama.
Sigrún Á. Eiríksdóttir
þýddi
HEIMILDASKRÁ
Ramón de Berraondo. „Motivos vascos, los pescadores ante la Historia, í
Euskalerriaren Alde, XI, bls. 241—248 (1921).
Ramón de Berraondo. „Sellos Medievales de tipo naval," í Revista Internacion-
al de Estudios Vascos. XXVI, 5—43/423—480.
Serapio Múgica. „Las bateleras de Pasajes," í Euskalerriaren Alde. II bls.
174—79 (1912).
B. de Arregui. „La pesca en Guipúzcoa. Las redes de pescar,“ í Euskalerriaren
Alde, VIII, bls. 290—95 (1918).
B. de Arregui. „Disquisiciones linguísticas Ontzi-nave,“ í Euskalerriaren Alde,
III, bls. 679—81 (1913).
M.Z. „Estudios vascos, la vida del pescador," í Euskalerriaren Alde, III, bls.
688—99/722—29 (1913).
D. de Areitio. „Los pescadores vascos. Instituciones que pueden establecerse
para mejorar su condición social," í Euskaleriaren Alde, IX, bls.
47—55/91—97/134—41/165—73 (1917).
D- de Areitio. „La pesca de la ballena. Notas de un pleito de principios del siglo
^VII," í Revista Internacional de Estudios Vascos, XVII, bls. 194—200 (1926).
J.J. de Mugartegui. „Cómo se reclutaba en el siglo XVI, en nuestras costas, una
29 í skáldsögu Ignacios Aldecoa er að finna athyglisverða lýsingu á lífi bask-
neskra sjómanna nú á dögum. Gran Sol Barcelona (1969).