Saga - 1983, Blaðsíða 45
LÖGGJÖF UM FÁTÆKRAFRAMFÆRSLU
43
ur kysu hreppstjóra lagðist þó af undir lok 17. aldar. Á 18. öld
voru hreppstjórar skipaðir af sýslumanni, 2—5 í hverjum hreppi,
og völdust að jöfnu til þess starfa efnaðir bændur.13 Hreppstjórar
innheimtu tíund og skiptu þurfamannatíundinni milli hinna fá-
tæku í hreppnum. Framfærsluskylda hreppa gagnvart fátækum
kom þó ekki til fyrr en framfærsluskyldu ættarinnar þraut. Fram-
færsluskylda ættmenna var mjög viðtæk samkvæmt ákvæðum
Jónsbókar. Sem dæmi um þetta má nefna að hjónum bar að
framfæra hvort annað. Þau áttu að sjá fyrir foreldrum sínum og
börnum, systkinum og nákomnum ættingjum. Upprunalega náði
..frændaframfærslan“ til allfjarskyldra ættingja, en með fá-
tækrareglugerðinni 1834 var hún nokkuð takmörkuð (við gagn-
kvæma framfærsluskyldu þremenninga).
Framfærslu sveitarstjórna var þannig hagað samkvæmt Jóns-
bók, að þurfamaður skyldi framfærast í þeim hreppi, þar sem
nánasti ættingi hans (þó eigi fjarskyldari en þremenningur) var
heimilisfastur. Sérstakar reglur giltu um framfærslu ómaga
erlendra manna og sakamanna. Féll framfærsla þeirra „jafnaðar-
legast ekki á hreppinn, heldur á þingsóknina, fjórðunginn eða
landið allt. Skyldi þingsóknin framfæra ómaga þeirra, sem sekir
voru dæmdir á vorþingi sóknarinnar. Fjórðungurinn skyldi fram-
fera ómaga þeirra, sem sekir voru dæmdir á Alþingi og lenti
framfærslan á þann fjórðung er féránsdómur var áttur í eftir hinn
seka. Fjórðungurinn skyldi enn fremur framfæra þá útlendinga
eða ómaga þeirra, sem framfærsluþurfar urðu hér á landi og kom
sú framfærsla á þann fjórðung, er ómagar þessir urðu þrotráða í,
b-e. þar sem þeir urðu fyrst að gefast upp.
Landið allt skyldi ala þá ómaga, er enga átti vistfasta frændur
hér á landi, næsta bræðra eða nánari.“14
Óhætt mun að fullyrða, að ,,framfærslubálkur“ Jónsbókar
hafi verið hin vandaðasta lagasmíð við þær aðstæður sem löggjöfin
spratt upp úr. Engu að síður gengu ýmis ákvæði laganna sér til
húðar í aldanna rás. Sem dæmi um slíkt má nefna ákvæði laganna
Urn förumennsku, sem þar var löghelguð, en fór svo ört vaxandi
er fram liðu stundir, að horfði til vandræða. Með Píningsdómi
árið 1490 var förumennska bönnuð15 og með Bessastaðapóstum
1685 var svo fyrir lagt að hýða skyldi heilbrigða og vinnufæra
.,lausgangara.“ Skyldu og hespur og gapastokkar ,,og þvilíkt
hentugt fángelsi“ vera til staðar á biskupsstólum, presta- og pró-