Saga - 1983, Page 56
54 GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
saa fornöden som promte Execoution kand være i smaa
Sager og som ikke taale forhaling, saasom fattiges Væsen,
Veiearbeides og anden offentlige Pligters Forsömmelse,
Revetoldens Ydelse, tilfunden Aabods Udsvar og deslige,
saa kunde det være betænkeligt og skadeligt, at andre Sager
blever tagen under saadan Summarisk behandling, i hvilke
det ikke burde formeenes at appellere, eller ikke vare af be-
gyndelsen saa lovlig behandlede.
Af þessum sökum kvaðst Thodal ekki geta tjáð sig frekar um mál-
ið fyrr en fyrir lægi frumvarp um ,,en almindelig Land og Politii
forordning“ sem vænta mætti að öðlaðist gildi.50
Ráðamenn í kansellíi svöruðu bréfi Thodals hinn 1. apríl 1780
og greindu honum frá þvi að tillögur sýslumannanna 12 gengju
mjög í sömu átt og tillögur sem sýslumennirnir Magnús Ketilsson í
Dalasýslu og Guðmundur Pétursson í Norður-Múlasýslu hefðu
sent bréflega, hvor í sínu lagi, til General Toldkammersins (sjá
nánar í (b) lið þessa kafla) varðandi löggæslu á íslandi. Þess var
farið á leit við stiftamtmann að hann semdi nánari greinargerð um
það hvers konar mál það væru ,,der Qualificerede sig til at kunde
afgiöres og exequeres breve manu uden viidere Appell.“ Á hinn
bóginn var honum einnig falið að tiltaka í hvaða málum hærri
réttur skyldi settur og ,,om nojere i al fald til sammes forkortelse
og lettelse kunde være at udfindes.1*51
Thodal svaraði þessu kansellíbréfi hinn 25. september 1780 og
lét fylgja bréfi sínu uppkast að tilskipun ,,Om visse Sagers Afgör-
else uden Appell.“ Þessar tillögur Thodals voru óbreyttar teknar
upp í konungsbréfi Kristjáns VII. hinn 11. apríl 1781. Ráðamenn í
kansellii gerðu Thodal grein fyrir málalokum í bréfi dagsettu 11.
apríl 1781 og konungsbréfið var lesið upp á alþingi sama ár.52
Mynd 2 sýnir stjórnkerfisganginn varðandi afgreiðslu þessa máls.
Þótt frumkvæði að þessari breytingu kæmi frá íslenskum sýslu-
mönnum var það stiftamtmaður sem samdi hinn endanlega texta
konungsbréfsins. Hann vildi stuðla að því að taka ákvarðana í
ákveðnum málum, t.a.m. fátækramálum, yrði einfölduð og sam-
timis yrðu áhrif sýslumanna, hinna konunglegu embættismanna,
á stjórn þessa málaflokks aukin. Deilur milli hreppa um fram-
færslu einstakra þurfamanna voru algengar og illvígar á 18. og 19.
öld, eins og fram hefur komið. Slík mál gátu þvælst fyrir dómum