Saga - 1983, Síða 63
LÖGGJÖF UM FÁTÆKRAFRAMFÆRSLU
61
mælum stjórnvalda var kveðið á um að telja skyldi bæklað fólk
°g ölmusufólk, auk fjölda annarra atriða, en ekki var lögð sama
ahersla á talningu þurfamanna og gert var 1703. Bera eyðublöðin
því glöggt vitni, að mati Björns Teitssonar, að talning þurfa-
manna hafi ekki verið nærri eins nákvæm og var árið 1703.69
Þótt tekið sé tillit til gerðar manntalsins og þess að fremur gott
var í ári 1790—1800 og þjóðin tekin að jafna sig eftir hörmungar
Skaftárelda dugar það naumast til að skýra hið lága hlutfall
þurfamanna af þjóðinni í heild árið 1801. Óhætt mun að fullyrða
að talan 4,6% er algjör lágmarkstala, en því veldur fleira en þeir
orsakavaldar, sem fyrr er um getið. í móðuharðindunum árin
1783—1785 féll óhemju fjöldi fólks af hungri og vesöld. Hannes
Finnsson segir í riti sínu „Mannfækkun af hallærum,“ er fyrst
kom út 1796, að 9550 manns hafi dáið í landinu árin 1784 og 1785,
en þau ár var manndauðinn mestur af völdum harðindanna.70 Svo
vuðist af athugun prestsþjónustubóka á Þjóðskjalasafni íslands
að harðindin hafi einkum bitnað hart á þurfamönnum. Þessu til
vitnis skulu nefnd nokkur dæmi. Af 144 sem dóu í Reykjavíkur-
sókn árið 1785 voru 27 niðursetningar og flakkarar eða 18,75%
látinna, þ.á m. allmargt flóttafólk úr Vestur Skaftafellssýslu.71 í
Reykjadalssókn í Árnessýslu dóu 12 manns árið 1784, þar af 5
mðursetningar, eða 41,7%.72 í Landþingum í Rangárvallasýslu dóu
35 manns árið 1785, þar af 9 sveitarómagar, eða 25,7%.73 í
Keldnaþingum i Rangárvallasýslu létust 16 manns árið 1785, þar af 7
ómagar, eða 43,75%.74 í Vallanesþingum í Suður Múlasýslu dóu 10
manns 1784, þar af 6 flakkarar og sveitarómagar, eða 60%.75 Af
21 sem létust í Skeggjastaðasókn í Norður Múlasýslu 1784 voru
13 ómagar og uppflosnaðir bændur, eða 61,9%.76 Eins og ljóst er
af þessum tölum var hlutfall þurfamanna af dánum yfirleitt mjög
hátt og mun hærra en nokkur þekkt hlutfallstala þurfamanna af
landsmönnum öllum á 18. öld. Þær tölur sem hér eru nefndar eru
dæmigerðar fyrir landið í heild, en alls eru varðveittar um 70
Prestsþjónustubækur frá þessum tíma, þ.e. frá um helmingi
Prestakalla á landinu. Það virðist því ljóst að hungurdauðinn sem
fylgdi í kjölfar móðuharðinda hafi lagst hlutfallslega mun þyngra
a Þurfamenn en aðra þjóðfélagshópa. Þetta kemur ekki á óvart ef
haft er í huga að tíundir guldust lítt á harðindatímanum og sveit-
arstjórnir höfðu því úr litlu að moða. Þá hafa niðursetningar