Saga - 1983, Page 67
LÖGGJÖF UM FÁTÆKRAFRAMFÆRSLU
65
(síðar háyfirdómari), til nánari rannsókna á áhrifum eldanna.85
Skömmu síðar hófu stjórnvöld samskot í Kaupmannahöfn til
hjálpar íslendingum. Söfnuðust þannig 9701 rd.86 Carl Pontoppi-
han, einn forstjóra konungsverslunar, hafði umsjón þessarar
söfnunar með höndum.
Eftir að stjórnvöld tóku að fá haldbetri skýrslur frá íslandi um
Skaftárelda og áhrif þeirra varð ljóst að grípa varð til mun áhrifa-
nkari aðgerða. 1784 var svo komið að í fullri alvöru var athugað
hvort heppilegt væri að flytja nokkurn fjölda íslendinga, 500—
800 manns, frá þeim svæðum sem harðast urðu úti til Danmerk-
Ur-87 Ekkert varð þó af framkvæmd slíkra ráðstafana. Á hinn
hóginn gengu mikil bréfaskipti milli stjórnvalda og íslenskra em-
hættismanna um harðindin árið 1784, auk þess sem talsvert er að
finna af skjölum sem gengu milli kansellís og rentukammers um
raðstafanir til aðstoðar íslendingum. Það var þó ekki fyrr en 1785
að stjórnin greip til róttækra aðgerða, en þá höfðu landskjálftar á
Suðurlandi (í ágúst 1784) aukið mjög á neyð landsmanna. í þess-
Uni jarðskjálftum féllu að grunni 69 bæjarhús í Árnessýslu, 64
>>gagnspilltust“ og 372 fengu stórskaða, auk þess sem á annað
búsund útihúsa féllu að grunni.88
Aðgerðir stjórnvalda 1785 skiptust í tvennt. í fyrsta lagi var sett
a stofn nefnd, Landsnefndin síðari, er kanna skyldi hagi þjóðar-
■nnar og einnig gera tillögur um viðreisn þeirra í kjölfar móðu-
harðinda.89 í annan stað var ákveðið að gangast fyrir fjár-
söfnun í ríkjum Danakonungs til hjálpar íslendingum.90 Því
er safnaðist með frjálsum samskotum, kollektufé, var einkum
^tlað að verja til kaupa á nýjum bústofni handa þeim bændum er
Verst urðu úti í harðindunum.91 Alls taldi Carl Pontoppidan
Samskotin hafa numið 46.110 ríkisdölum, og þegar framlag
konungsverslunar til hallærishjálpar bættist við næmi upphæðin
öll rúmlega 124.000 dölum.92 í bréfi til Gríms Thorkelín dagsettu
h- júlí 1787 segir Sæmundur Hólm hins vegar að söfnunarféð hafi
numið 39.500 rikisdölum.93 Hér munar nokkru, en engu að síður
er Ijóst að um verulega fjárhæð var að ræða.
Svo sem fyrr er að vikið átti að verja fénu til kaupa á búpeningi
handa bágstöddum bændum. Vegna fjárfelíisins var lítið af búfé
mns vegar falt til kaups og fénu því einnig varið á ýmsan annan
,att, m.a. til beinna styrkveitinga til almennings, til matvöru- og
hmburkaupa o.s.frv. Aðstoðin kom þó of seint. ,,Varð að ráði að
5