Saga - 1983, Page 68
66
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
leggja fé það, er af gekk, í sjóð og geyma síðari tíma. Þannig varð
til hinn svo kallaði Kollektusjóður, en hann nam við árslok 1797,
53217 rd. 33. sk.“94
Engu að síður fyrirskipaði rentukammer stiftamtmanni og amt-
manninum í Norður- og Austuramtinu að láta gera könnun á
fjölda þeirra jarða er þörfnuðust búfjáraukningar til að haldast í
byggð eða til að byggjast á ný. Hannesi Finnssyni biskupi í Skál-
holti var jafnframt falið að láta framkvæma samsvarandi úttekt á
jarðeignum Skálholtsstóls. Stiftamtmaður og amtmaður fólu
sýslumönnum að gera skýrslur um þetta atriði og Skálholtsbiskup
fól próföstum samsvarandi verkefni. í Norðuramtinu fól Hóla-
biskup próföstum að aðstoða sýslumenn við slíka skýrslugerð, en
þar voru kirkjujarðir og jarðir i einkaeign taldar saman. Yfirleitt
aðstoðuðu hreppstjórar við gerð skýrslna sýslumanna og prestar
við skýrslur prófasta.
Flestar þessar skýrslur eru frá árinu 1786 og bera órækt vitni
högum bænda. Þær ítarlegustu geta eigenda og ábúenda jarða,
skýra frá búfjáreign, ástandi jarðanna og þörf fyrir búpening,
hesta, kindur, kýr. Hinar rýrari eru einungis skrár yfir jarðir,
nöfn ábúenda og búfjárþörf þeirra. Að skýrslugerð þessari lok-
inni voru frumritin send stiftamtmanni (Suður- og Vesturamt),
amtmanni Norður- og Austuramtsins og Skálholtsþiskupi, sem
sendu þau áfram til rentukammers með athugasemdum sínum.
Skýrslugerð þessi gekk því í gegnum öll þrep stjórnkerfisins. Sam-
kvæmt niðurstöðum þessara skýrslna þörfnuðust tæplega 1700
jarðir á landinu búfjáraukningar til að haldast í byggð.95 í bréfi til
rentukammers dagsettu 12. janúar 1787 segja þeir Levetzow stift-
amtmaður og Hannes Finnsson að jarðir í byggð á íslandi hafi
1760 verið 4252 talsins.96 Hér eru hjáleigur væntanlega ekki tald-
ar, þannig að glöggt má sjá hversu víðtæk áhrif fjárfellirinn af
völdum móðuharðinda hafði á afkomu þjóðarinnar. Hætt er við
að í skýrslum af þessu tagi sé fremur reynt að gera of mikið en of
lítið úr neyð landsmanna. Ekki er þó að sjá að embættismenn,
hvorki á íslandi né i Kaupmannahöfn, hafi séð tilefni til að rengja
þessar skýrslur. Svo dæmi sé nefnt um þær fjárupphæðir sem
þörf var á til búfjárkaupa, reiknaðist Stefáni amtmanni Þórarins-
syni svo til að alls þarfnaðist 16.640 ríkisdala ef fullnægja ætti
þörf bænda í Norður- og Austuramtinu fyrir búpening. Gangverð
á kú var þá 7 ríkisdalir, sauðkindin fór á 1 dal og hesturinn á 8