Saga - 1983, Page 78
76
SVEINBJÖRN RAFNSSON
Eggert Ólafsson var einn þeirra átjándualdarmanna sem gerði
sér títt um mataræði íslendinga. Þess má sjá fjölmörg merki í
ferðabók hans sem prentuð var 1772, en ekki er nokkur vafi á því
að nánari vitneskju og lýsingar á mataræði í tilteknum landshlut-
um má finna í óprentuðum drögum hans til ferðabókarinnar.3
Eggerti varð starsýnt á brauðleysið í islensku mataræði og vildi
bæta úr því. Sést það glöggt í ágripi því úr lachanologia eða mat-
urtabók hans sem mágur hans Björn Halldórsson í Sauðlauksdal
lét prenta árið 1774 að Eggerti látnum. Heitir þar einn kaflinn,
,,Um brauðgerð af rótum, og brauðleysi íslendinga.“4
Að Eggerti Ólafssyni gengnum var Jón Eiríksson einn áhrifa-
mestur áhugamaður um mataræði íslendinga en hann var raunar
viðriðinn útgáfu ferðabókar Eggerts. Jón var fulltrúi í Rentu-
kammerinu en hafði einnig verið prófessor í lögum við Sóreyjar-
akademíuna þar sem stóð vagga upplýsingarinnar á ofanverðri 18.
öld í Danmörku. Fleiri menn sem fjölluðu um mataræði á íslandi
tengdust Sórey. Hannes Finnsson var á námsárum sínum skjól-
stæðingur Sneedorfs, eins af frömuðum Sóreyjarupplýsingarinn-
ar.5 Christian Martfelt sem hér kemur við sögu á eftir og var lengi
ritari danska landbúnaðarfélagsins stundaði einnig nám um hríð í
Sórey. Upplýsingarmennirnir í Sórey lögðu ekki aðeins stund á
verk Montesquieus og Voltaires, þeim voru verk ýmissa annarra
höfunda hugleikin. í riti Hannesar Finnssonar, ,,Um mannfækk-
un af hallærum á íslandi“, sem reyndar hefur rit G. Schönings,
3 Sjá Sveinbjörn Rafnsson, Um aldur Ögmundarhrauns. Eldur er í norðri. Af-
mælisrit helgað Sigurði Þórarinssyni 8. janúar 1982. Reykjavík 1982, bls.
419—420.
4 Stutt agrip ur Lachanologia eda Mat-urta-Bok, fyrrum Vice-Logmannsins
Hr. Eggerts Olafs Sonar,... Kavpmanna-hofn 1774, bls. 80. Tölur um korn-
innflutning á 18. öld til íslands má sjá hjá Jóni Eiríkssyni, Forsog til For-
beredelse til at besvare Det Kongelige Danske Landhuusholdnings-Selskabs
Sporsmaal om den beste Handels-Indretning for Island. Kiobenhavn 1783,1.
Tavle, frá 14 árum um miðja öldina. Um 11000 tunnur af rúgi flytjast árlega
til landsins og lítil önnur kornvara. Tala fjölskyldna (Familier) um miðja
öldina er um 6700 samkvæmt Magnúsi Stephensen, Island i det Attende Aar-
hundrede,... Kjobenhavn 1808, I. Tabel. Ef þessum tölum má treysta hefur
rúmlega ein og hálf méltunna komið í hlut hverrar fjölskyldu árlega að
meðaltali.
5 Jón Helgason, Hannes Finnsson biskup í Skálholti. Reykjavík 1936, bls.
29—30.