Saga - 1983, Page 79
UM MATARÆÐI ÍSLENDINGA Á 18 ÖLD
77
”0m Uaar i Norge“, að fyrirmynd, má t.d. sjá vitnað í verk
enska hagfræðingsins og stjórnmálamannsins Charles Davenant
(1656—1714) (t.d. bústofn eins lands: national stock) og ekki síst
verk prússneska prestsins og tölfræðingsins J.P. Siissmilch
(1707—1767), sem var brautryðjandi í fólksfjöldafræðum (demó-
grafíu) í Evrópu. Hannes vitnar einnig til danskra hagfræðinga og
stjórnmálamanna sem skrifuðu m.a. um ísland undir dulnefnun-
um philodanus (O.Höeg-Guldberg) og philocosmus (C.Martfelt).
Oönsk hagfræði og stjórnmál á síðari hluta 18. aldar tóku svip af
kenningum ýmissa merkantílískra hugmyndafræðinga. Áreiðan-
'ega er þýskur kameralismi ríkur þáttur í þeim pólitísku hugmynd-
um sem lágu að baki ýmsum aðgerðum stjórnvalda einveldisins á
Islandi um þær mundir.
Ein helsta frásögnin um stofnun Lærdómslistafélagsins 1779 er
r'tgerð Ólafs Ólafssonar, ,,Um það íslenska Litteratúr-félag.“6
^ar kemur fram að þegar þeir Ólafur Ólafsson og Þórarinn Sig-
valdason Liljendal komu að máli við Jón Eiríksson og lýstu áhuga
s'num á stofnun félags íslendinga, þá vildi Jón að höfuðtilgangur
félagsins yrði ,,...að fræða landa vora í bústjórnarefnum, en
aukatilgangur aðeins, að kenna þeim snjöll vísindi.“ Þannig fékk
Jón því ráðið að félagið tók kameralíska stefnu og fékk vini sína
°g kunningja danska, eins og Guldberg, Luxdorph og Moltke
greifa, sem voru einhverjir valda- og áhrifamestu menn danska
r, kisins á þessum árum, til þess að styrkja félagið.
Hinum þýska kameralisma, sem dönsk pólitík og hagstjórn var
s. vo mótuð af á þessum árum, má auðvitað lýsa í hagfræðilegu til-
'u' sem einni tegund merkantilisma. En þegar dýpra er skyggnst
sest að kameralisminn á sér rætur í kirkjulegum siðferðisboðskap
°8 leit mannúðarstefnunnar (húmanismans) að farsæld, sem reynt
var að laga að snemmbornum kapítalisma og hagsmunum ein-
veldisríkja evrópskra fursta. Hér er því um að ræða miklu víðtæk-
ar| hugmyndastefnu en svo að hana sé unnt að skoða einungis af
sJónarhóli hagfræði.7 íslensk þjóðernisvitund á sér rætur á þess-
® Sveinn Pálsson, Æfisaga Jóns Eyríkssonar. Kaupmannahöfn 1828, bls.
148—154, endurprentað i Merkir íslendingar IV. Reykjavík 1950, bls.
271—276.
^ Sjá E.Dittrich, Die deutschen und österreichischen Kameralisten. Darmstadt
1974.