Saga - 1983, Page 80
78
SVEINBJÖRN RAFNSSON
um slóðum eins og þjóðernisvitund fleiri Evrópuþjóða. Efnahags-
leg farsæld, nytsöm upplýsing ásamt mannúðlegri siðfræði ein-
kennir þessa hugmyndafræði. Af þessum hugmyndum spratt m.a.
áhugi á að athuga og bæta mataræði manna bæði í því skyni að
nýta matföng betur og koma í veg fyrir hungursneyð.
Þetta áhugamál valdamanna dansk-norska rikisins kom glöggt
fram í verkefni því sem þeir fólu Lærdómslistafélaginu snemma á
ferli þess árið 1781, en það var að semja skýrslu um íslensku
fjallagrösin og notkun þeirra. Eins og fram kemur i ritkorni því
sem hér er prentað á eftir var ástæðan til þessa verkefnis að óttast
var að hungursneyð yrði í Noregi. Fjallagrasaskýrslan var prentuð
í Þrándheimi 1782 undir titlinum, „Underretning om den Is-
landske Moss eller Fieldegræs.“
í öðru bindi Lærdómslistafélagsritanna, sem prentað var 1782,
er lýst verkefnum þeim ,,...er hið íslenska Lærdómslistafélag
æskir að með hið fyrsta yrði skráð um sér í lagi....“8 Meðal þeirra
er, ,,ein reglulig matreiðubók fyrir íslendinga, eður undirvísan
um það, hversu alls konar lands- og sjávarágóði til mannfæðis
nýtanligur, kann á ýmsan hátt og betur að matbúast en hingað til
hefur gjört verið á flestum stöðum, en þó skyldi hún að öllu sam-
bjóða landsins nærverandi ásigkomulagi.“9
Ekki varð félaginu að þessari ósk sinni fyrr en mörgum árum
síðar. Hins vegar má sjá að sumarið 1783 hefur ritari danska land-
búnaðarfélagsins C. Martfelt beðið Þórarin Sigvaldason Liljen-
dal, sem þá átti heima í Kaupmannahöfn og var ritari Lærdóms-
listafélagsins, um að gera sér stutta grein fyrir mataræði og matar-
venjum íslendinga. Þórarinn sendi Martfelt skýrslu sína, sem hér
er prentuð á eftir, hinn 30. ágúst 1783 með afsökunarbréfi vegna
þess hve seint hann sendi honum hana.10 Ólíklegt er að Skaftár-
eldar, sem geisuðu á íslandi um þær mundir, hafi valdið þessari
bón Martfelts þar sem nákvæmar fréttar af þeim hafa naumast
verið komnar til Hafnar svo fljótt. Líklegra er að ofangreind
8 Rit þesz Islenzka Lærdóms-Lista Felags II, bls. 281.
9 Rit þesz Islenzka Lærdóms-Lista Felags II, bls. 286.
10 Bréfið og skýrslan, sem hér er prentuð, eru varðveitt í Þjskjs. Rtk. 21.1.
1780—1788 Bréf til Chr. Martfelts. Athyglisverða lýsingu á íslenskum mat-
arvenjum 100 árum síðar má sjá í Þórbergur Þórðarson, Lifnaðarhættir í
Reykjavik á síðara helmingi 19. aldar. Landnám Ingólfs. II. bindi. Ýmsar
ritgerðir. Reykjavík 1936—40, bls. 132—182.