Saga - 1983, Page 86
84
SVEINBJÖRN RAFNSSON
/.„ Á sumrin
1.. . Á morgnana frá kl. 9 til kl. 10 eta íslendingar það sem þeir
kalla skyr með nýmjólk út á, eða líka þlönduhræru úr mél-
graut og skyri, eða líka úr skyri og fjallagrasagraut* sömu-
leiðis með mjólk út á. Þetta skyr er hið sama og súrmjólk
(„uppsett mjólk“ Ólafur Ólafsson, „uppgerðar skyr“ Jón
Jakobsson) með þeirri einu undantekningu að mysan er að
mestu síuð úr henni áður en hún er etin.
Auk þessa fá karlmenn, sem oft eru vanir að fara á fætur kl.
5—6 eða jafnvel fyrr til þess að slá gras um heyskapartím-
ann, svolítið skyr og mjólk eða rjóma með, áður en þeir fá
sinn reglulega morgunmat.
Á sunnu- og helgidögum er gjarnan höfð einhver tilbreyt-
ing, eins og bygggrjóna- eða rúgmélsgrautur soðinn í mjólk
o.s. frv.
2.. . Um miðjan dag kl. 2 til 3 er etinn þurr fiskur með smjöri, án
nokkurs brauðs, og er það fastur aðalréttur hjá háum sem
lágum um miðjan dag (þar sem ekki fæst annað hvort
sjávar- eða vatnafiskur). Hinir fyrrnefndu, en með þeim er
átt við efnaða bændur eða lægri embættismenn andlegrar
eða veraldlegrar stéttar, hafa auk þess sem ábæti mélkökur
eða spónamat sem samanstendur af skyri eða graut með
mjólk. Þar sem eru einhverjar fiskveiðar í sjó, er um miðjan
dag einnig etinn nýr fiskur soðinn i fersku vatni án smjörs
eða sósu, og eins og öll önnur fæða, venjulegast án brauðs.
Heilagfiski er etið á sama hátt nýtt, án smjörs, þar sem fitu-
magn þess gerir smjör óþarft.
Hákarl (Squalus Carcharias) sem mikið er veitt af á vissum
stöðum er ibúunum fæða, auk þess sem lýsi af honum er
hagkvæmt til verslunar. Hann er ekki etinn nýr nema í
neyð, þar sem hann er þá talinn mjög óhollur, heldur aðeins
vindþurrkaður, hann er talinn ætur þegar hann er hálfs árs
gamall, því eldri sem hann er því betri og hollari er hann tal-
* Þó að skýrsla sú um íslensku fjallgrösin, einkenni þeirra, tínslu og not í bú-
skapnum, sem íslenska Lærdómslistafélagið lét í té 1781 að ósk Kansellís-
ins í tilefni af því að óttast var að dýrtíð yrði í Noregi sama ár, eigi að vera
prentuð í Kristjaníu til útbýtingar, læt ég hana þó fylgja hér með sem fylgi-
skjal.